Betri árangur í bráðaaðgerðum á Íslandi en annarsstaðar 3. október 2012 21:32 Árangur af bráðaaðgerðum vegna brjóstholsáverka á Íslandi er betri hér á landi en víða erlendis. Þetta má m.a. rekja til stutts flutningstíma á sjúkrahús á höfuðborgarsvæðinu, góðs aðgangs að blóði og ekki síst samhents teymis lækna og hjúkrunarfræðinga. Vísindamenn við Háskóla Íslands og Landspítala greina frá þessum niðurstöðum í nýjustu útgáfu Injury, eins virtasta vísindaritsins innan bráða- og slysalækninga í heiminum. Brjóstholsáverkar eru á meðal hættulegustu áverka sem fólk verður fyrir og eru algeng dánarorsök ungs fólks á Íslandi. Í völdum tilvikum getur opin bráðaskurðaðgerð bjargað lífi þeirra sem koma á bráðadeild með meiri háttar áverka á brjóstholi, t.d. eftir hnífstungur, skotáverka eða alvarleg umferðarslys. Í þessum aðgerðum er brjóstholið opnað sem fyrst og lífshættulegar blæðingar stöðvaðar. Einnig er gert við þau líffæri sem hafa skaðast og hjartahnoði beitt ef hjartað hefur stöðvast. Erlendis hafa þessar aðgerðir verið umdeildar þar sem árangur þeirra hefur verið misjafn, eftir því sem fram kemur í fréttatilkynningu frá Háskóla Íslands. Í grein íslensku vísindamannanna í Injury er kannaður árangur slíkra aðgerða hér á landi á sex ára tímabili (2005-2010). Á þeim tíma voru gerðar níu slíkar aðgerðir á Landspítala í Fossvogi, í öllum tilvikum á sjúklingum í bráðri lífshættu vegna innvortis blæðinga. Flestir sjúklinganna gengust undir aðgerð eftir bílslys eða fall, en tveir höfðu orðið fyrir hnífáverka, þar af einn beint í hjarta, og aðrir tveir urðu fyrir skotáverka. Alls lifðu fimm sjúklingar af aðgerðina sem er óvenjuhátt hlutfall hjá svo mikið slösuðum sjúklingum. Allir þessir sjúklingar eru við góða heilsu í dag. Annars staðar á Norðurlöndum hefur hlutfall þeirra sem lifað hafa af þessar aðgerðir verið frá 0-18%. Að meðaltali var blæðing í aðgerðunum 11 L en mest blæddi 55 L, sem er tífalt blóðmagn líkamans, og þurfti í langflestum tilfellanna að gefa svokallað neyðarblóð (O mínus). Þess má geta að eftir að rannsókninni lauk hafa tvær aðgerðir til viðbótar verið gerðar, vegna hnífáverka og skotáverka, og lifðu báðir sjúklingarnir. Í greininni rekja höfundar ástæður fyrir góðum árangri þessara aðgerða hér á landi. Þar má nefna stuttan flutningstíma með neyðarbíl innan höfuðborgarsvæðsins, greiðan aðgang að blóði en ekki síst samhent teymi lækna og hjúkrunarfræðinga á Landspítala. Á undanförnum árum hefur á Landspítala verið lögð áhersla á samvinnu mismunandi sérgreina í meðferð mikið slasaðra sjúklinga, meðal annars með þjálfun lækna eftir alþjóðlega viðurkenndum stöðlum (Advance Trauma Life Support). Greinin í Injury byggist á meistaraverkefni Bergrósar Jóhannesdóttur læknanema og nú deildarlæknis á Landspítala. Hún vann verkefnið undir handleiðslu yfirlæknanna Tómasar Guðbjartssonar prófessors og Brynjólfs Mogensen dósents sem báðir starfa á Landspítala. Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Árangur af bráðaaðgerðum vegna brjóstholsáverka á Íslandi er betri hér á landi en víða erlendis. Þetta má m.a. rekja til stutts flutningstíma á sjúkrahús á höfuðborgarsvæðinu, góðs aðgangs að blóði og ekki síst samhents teymis lækna og hjúkrunarfræðinga. Vísindamenn við Háskóla Íslands og Landspítala greina frá þessum niðurstöðum í nýjustu útgáfu Injury, eins virtasta vísindaritsins innan bráða- og slysalækninga í heiminum. Brjóstholsáverkar eru á meðal hættulegustu áverka sem fólk verður fyrir og eru algeng dánarorsök ungs fólks á Íslandi. Í völdum tilvikum getur opin bráðaskurðaðgerð bjargað lífi þeirra sem koma á bráðadeild með meiri háttar áverka á brjóstholi, t.d. eftir hnífstungur, skotáverka eða alvarleg umferðarslys. Í þessum aðgerðum er brjóstholið opnað sem fyrst og lífshættulegar blæðingar stöðvaðar. Einnig er gert við þau líffæri sem hafa skaðast og hjartahnoði beitt ef hjartað hefur stöðvast. Erlendis hafa þessar aðgerðir verið umdeildar þar sem árangur þeirra hefur verið misjafn, eftir því sem fram kemur í fréttatilkynningu frá Háskóla Íslands. Í grein íslensku vísindamannanna í Injury er kannaður árangur slíkra aðgerða hér á landi á sex ára tímabili (2005-2010). Á þeim tíma voru gerðar níu slíkar aðgerðir á Landspítala í Fossvogi, í öllum tilvikum á sjúklingum í bráðri lífshættu vegna innvortis blæðinga. Flestir sjúklinganna gengust undir aðgerð eftir bílslys eða fall, en tveir höfðu orðið fyrir hnífáverka, þar af einn beint í hjarta, og aðrir tveir urðu fyrir skotáverka. Alls lifðu fimm sjúklingar af aðgerðina sem er óvenjuhátt hlutfall hjá svo mikið slösuðum sjúklingum. Allir þessir sjúklingar eru við góða heilsu í dag. Annars staðar á Norðurlöndum hefur hlutfall þeirra sem lifað hafa af þessar aðgerðir verið frá 0-18%. Að meðaltali var blæðing í aðgerðunum 11 L en mest blæddi 55 L, sem er tífalt blóðmagn líkamans, og þurfti í langflestum tilfellanna að gefa svokallað neyðarblóð (O mínus). Þess má geta að eftir að rannsókninni lauk hafa tvær aðgerðir til viðbótar verið gerðar, vegna hnífáverka og skotáverka, og lifðu báðir sjúklingarnir. Í greininni rekja höfundar ástæður fyrir góðum árangri þessara aðgerða hér á landi. Þar má nefna stuttan flutningstíma með neyðarbíl innan höfuðborgarsvæðsins, greiðan aðgang að blóði en ekki síst samhent teymi lækna og hjúkrunarfræðinga á Landspítala. Á undanförnum árum hefur á Landspítala verið lögð áhersla á samvinnu mismunandi sérgreina í meðferð mikið slasaðra sjúklinga, meðal annars með þjálfun lækna eftir alþjóðlega viðurkenndum stöðlum (Advance Trauma Life Support). Greinin í Injury byggist á meistaraverkefni Bergrósar Jóhannesdóttur læknanema og nú deildarlæknis á Landspítala. Hún vann verkefnið undir handleiðslu yfirlæknanna Tómasar Guðbjartssonar prófessors og Brynjólfs Mogensen dósents sem báðir starfa á Landspítala.
Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira