Innlent

Fjárhættuspil stöðvað í Reykjavík

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði í gærkvöld veitingastað í austurborginni vegna gruns um að þar væri stundað fjárhættuspil.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði í gærkvöld veitingastað í austurborginni vegna gruns um að þar væri stundað fjárhættuspil. mynd/AFP
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði í gærkvöld veitingastað í austurborginni vegna gruns um að þar væri stundað fjárhættuspil. Einn var handtekinn og var hann vistaður í fangageymslu lögreglu.

Talsverð ölvun var í miðbænum að sögn lögreglu. Pústrar voru milli manna og nokkuð um fólk væri að detta og slasast.

Þrír ökumenn voru teknir grunaðir um ölvun við akstur. Einn ökumaður var tekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Einn þessara ökumanna var vistaður í fangageymslu lögreglunnar vegna frekari rannsóknar en hann lenti í umferðaróhappi.

Þá aðstoðaði lögreglan nokkra leigubílstjóra eftir þeir höfðu lent í vandræðum með farþega, sem annaðhvort voru áfengisdauðir í leigubílunum eða neituðu að greiða fyrir túrinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×