Innlent

Neitaði að greiða glæpaklíku vernd - er nú hetja í Danmörku

Glæpaklíka hafði samband við hina sextíu og sjö ára gömlu Jane Pedersen, sem rekur Café Víking í Kaupmannahöfn, og krafðist peninga.
Glæpaklíka hafði samband við hina sextíu og sjö ára gömlu Jane Pedersen, sem rekur Café Víking í Kaupmannahöfn, og krafðist peninga.
Danir hylla nú kráareiganda og ömmu á sjötugsaldri sem neitaði að greiða glæpaklíku fyrir svokallaða vernd.

Glæpaklíka hafði samband við hina sextíu og sjö ára gömlu Jane Pedersen, sem rekur Café Víking í Kaupmannahöfn, og krafðist peninga. Ef hún greiddi ekki ákveðna upphæð sögðu hinir óprúttnu aðilar að illa færir fyrir henni en samt sem áður ákvað hún að láta ekki undan kröfunum þrátt fyrir mikla óvissu.

Grjóti var kastað í rúður staðarins strax í kjölfarið til að hræða konuna, sem er amma, og valda henni tjóni en hún stóð samt sem áður við ákvörðun sína. Pedersen hefur talað opinskátt um það sem hefur gerst og hafa yfirvöld ákveðið að rannsaka málið. Svo virðist sem glæpaklíkur þar í landi neyði fyrirtækjaeigendur til að greiða fyrir svokallaða vernd, þá sem Pedersen hafnaði, og hafa dönsk yfirvöld óskað eftir upplýsingum og biðlað til fyrirtækjaeigenda sem hafa lent í klóm klíkanna að gefa sig fram.

Orðrómurinn um vernd glæpaklíkanna hefur verið í gangi nokkuð lengi í Danmörku en enginn hefur talað jafn opinskátt um málið og Pedersen. Hún er nú orðin hetja í augum samlanda sinna, sem hafa margir hverjir sótt stað hennar heim og blómstrar reksturinn sem aldrei fyrr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×