Innlent

Snjóskaflar hafa bráðnað í Heklu

Hekla
Hekla skjáskot af vefmyndavél Mílu
Bráðnun tveggja snjóskafla í Heklu á líklegast rætur sínar að rekja til rigningar eða hita frá gígi eða hrauni í eldfjallinu. Ekki er líklegt að fjallið sé að fara að gjósa, segir jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands.

Maður hafði samband við fréttastofu eftir hádegi í dag og vildi vekja athygli á því að tveir stórir snjóskaflar í fjallinu værðu bráðnaðir. Það sæist vel á vefmyndavél Mílu af fjallinu.

Jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni segir að á svæðinu, þar sem skaflarnir voru, hafi mesta virknin verið í síðustu gosum.

„En Hekla hefur ekkert verið að hreyfa sig síðustu daga og ekkert bendir til þess. Það er líklegast að skaflarnir hafi bráðnað vegna rigningar eða hita frá gígi eða hrauni á svæðinu. En það er allt grátt þarna yfir sköflunum þannig að gæti einnig hafa fokið yfir þá," segir jarðeðlisfræðingurinn.

Hægt er að sjá Heklu í beinni útsendingu hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×