Erlent

Sótt að forsætisráðherra Japans úr eigin flokki

Yoshihiko Noda forsætisráðherra Japans glímir við uppreisn í eigin flokki en alls hafa þrír fyrrverandi ráðherrar lýst yfir framboði gegn honum í embætti flokksformanns Lýðræðisflokksins á komandi flokksþingi.

Noda hefur aðeins gegnt stöðu forsætisráðherra í eitt ár og er hann sjötti forsætisráðherra landsins á síðustu sex árum.

Noda hefur verið gagnrýndur harðlega af eigin flokksmönnum fyrir að hafa hækkað vöruskatta í landinu en sú ákvörðun var mjög umdeild í Japan.

Í frétt um málið á vefsíðu BBC segir að líklega muni Noda ná því að verða endurkjörinn flokksformaður og þar með halda forsætisráðherraembætti sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×