Erlent

Modern Family hlaut fern Emmy verðlaun

Skemmtiþátturinn Modern Family sem sýndur er hér á Stöð 2 fékk fern verðlaun á Emmy sjónvarpsverðlaunahátíðinni í Hollywood í gærkvöldi en þátturinn þykir með þeim skemmtilegri í sjónvarpi í dag.

Jon Cryer var valinn besti leikarinn í skemmtiþætti, hann er einn aðal leikara í Two and a half men sem einnig er sýndur á Stöð 2.

Þá var þáttaröðin Homeland einnig sigursæl á verðlaunahátíðinni. Homeland var valin besta þáttaröðin um alvarlegt efni, Damien Lewis og Claire Danes, sem fara með aðalhlutverk í þáttunum, fengu verðlaun sem besti leikari og leikkona.

Maggie Smith fékk Emmy-verðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki, en hún þykir fara á kostum í Downton Abbey.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×