Innlent

Frosti gefur kost á sér fyrir Framsóknarflokkinn

Frosti Sigurjónsson rekstrarhagfræðingur hefur ákveðið að gefa kost á sér til að leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavík í komandi alþingiskosningum. Frosti er meðstofnandi og stjórnarformaður hjá hugbúnaðarfyrirtækjunum Dohop og DataMarket, og stjórnarmaður í Arctica Finance. Hann var í fimm ár forstjóri Nýherja og stjórnarformaður CCP, en þar áður fjármálastjóri hjá Marel. Frosti er stjórnarmaður í Heimssýn, samtaka gegn aðild að ESB, og einnig meðlimur í Advice hópnum sem kynnti mótrök gegn Icesave III. Hann er talsmaður átaksins Betra peningakerfi sem kynnir leiðir til úrbóta í peningamálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×