Innlent

Stórhuga smiður á of litlum bíl

BBI skrifar
Mynd/Lögreglan á Suðurnesjum
Myndin hér til hliðar er tekin fyrir utan Byko í Kópavogi þar sem stórhugi nokkur virðist hafa sagt rýminu í bílnum sínum stríð á hendur. Þannig ætlaði hann að leggja af stað út í umferðina með spýtur sem voru kannski um helmingi lengri en bíllinn hans.

Illu heilli var hann svo kolólöglegur að Lögreglan á Suðurnesjum sá tilefni til að birta myndina á Facebook síðu sinni í morgun. Þar benda þeir á að ökumaður sé líklega ekki mjög fróður um reglugerð um hleðslu, frágang og merkingu farms.

Í 2. grein reglugerðarinnar segir að farm ökutækis skuli skorða tryggilega og festa við ökutækið. Einnig að farmurinn megi ekki byrgja útsýni ökumanns. Ekki má vera hætta á að hann hreyfist til eða falli af ökutækinu. Loks skulu farrými vera tryggilega lokuð meðan á flutningi stendur. Ökumanninum hér að ofan tókst að þverbrjóta allar þessar reglur í einni svipan með þessari tilraun sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×