Fæst sveitarfélög hafa útbúið viðbragðsáætlun við gróðureldum BBI skrifar 27. september 2012 12:30 Gróðureldarnir í Laugardal í Ísafjarðardjúpi í sumar. Mynd/Anton Fæst sveitarfélög hafa sett sér viðbragðsáætlanir vegna hugsanlegra gróðurelda þrátt fyrir tilmæli Mannvirkjastofnunar í þá átt. Forstjóri Mannvirkjastofnunar segir að fullt tilefni sé til að útbúa viðbragðsáætlanir af þessum toga enda aukist hætta á gróðureldum stöðugt í takt við hlýnandi veðurfar og breytingar í landbúnaði. Eftir gróðureldana á Mýrum árið 2006 var ráðist í umfangsmikið forvarnarstarf hjá Mannvirkjastofnun. „Þetta var svona stóra Wakeup callið," segir Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar, en eldarnir brunnu á yfir 70 ferkílómetra svæði og ollu miklu tjóni. Eftir eldana var gripið til ferþættra aðgerða.Viðbragðsáætlanir Þar má fyrst telja að Mannvirkjastofnun samdi fyrirtakst viðbragðsáætlun fyrir Skorradal vegna mögulegra gróðurelda þar. Viðbragðsáætlunin var svo send sem fyrirmynd til allra sveitarfélaga landsins sem áttu í kjölfarið að semja svipaða áætlun fyrir sitt svæði. „Það verður að segjast eins og er að fæst sveitarfélögin hafa gert það," segir Björn og telur það í sjálfu sér skiljanlegt enda sé mikið mál að semja viðbragðsáætlun af þessum toga. Hann bendir hins vegar á að með hlýnandi veðráttu og breyttum búnaðarháttum aukist hættan á gróðureldum og því sé fullt tilefni til að setja slíkar viðbragðsáætlanir fyrir gróðursæl sveitarfélög, sérstaklega þar sem sumarhúsabyggð er. Ef slík viðbragðsáætlun hefði verið til staðar í Súðavík er ekki útilokað að hægt hefði verið að afstýra hluta tjónsins sem varð af gróðureldunum sem loguðu þar í sumar. Tjónið nemur um 20 milljónum króna og lendir að miklu leyti á Súðavík.Sérhönnuð fata og fræðslurit Hin atriðin sem tekin voru í gegn eftir gróðureldana á Mýrum voru í fyrsta lagi að skrifa umfangsmikið fræðslurit um gróðurelda og viðbrögð við þeim. Ritið var um hundrað síður og því var dreift til allra slökkviliða landsins. Í öðru lagi var keypt sérhönnuð fata til að slökkva gróðurelda fyrir þyrlur Landhelgisgæslunanr. Í þriðja lagi er sem stendur verið að hanna kerfi í samvinnu við Veðurstofuna og Háskóla Íslands sem á að styðjast við veður athuganir og loftslagsskilyrði og segja þannig fyrir um hvar hætta er á að gróðureldar kvikni. Kerfið er enn í þróun. Tengdar fréttir Tugmilljóna tjón í Súðavík - kostar hvern íbúa um 100 þúsund Kostnaðurinn vegna slökkvistarfs í Laugardal í Ísafjarðardjúpi í sumar, þegar sinueldur brann á fjórtán hektara svæði, nemur um 20 milljónum króna. Ómar Már Jónsson, sveitastjóri, býst við því að Súðavík muni bera kostnaðinn að langstærstu leyti en viðræðum við innanríkisráðuneytið um það er þó ekki lokið. Um 200 manns búa í Súðavík og því nemur kostnaðurinn um 100 þúsund krónum á hvern mann. Talið er að kviknað hafi í útfrá einnota grilli sem einhver kærulaus ferðalangur hafi lagt frá sér. "Þetta er ábyggilega dýrasti hamborgari 26. september 2012 14:05 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Fæst sveitarfélög hafa sett sér viðbragðsáætlanir vegna hugsanlegra gróðurelda þrátt fyrir tilmæli Mannvirkjastofnunar í þá átt. Forstjóri Mannvirkjastofnunar segir að fullt tilefni sé til að útbúa viðbragðsáætlanir af þessum toga enda aukist hætta á gróðureldum stöðugt í takt við hlýnandi veðurfar og breytingar í landbúnaði. Eftir gróðureldana á Mýrum árið 2006 var ráðist í umfangsmikið forvarnarstarf hjá Mannvirkjastofnun. „Þetta var svona stóra Wakeup callið," segir Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar, en eldarnir brunnu á yfir 70 ferkílómetra svæði og ollu miklu tjóni. Eftir eldana var gripið til ferþættra aðgerða.Viðbragðsáætlanir Þar má fyrst telja að Mannvirkjastofnun samdi fyrirtakst viðbragðsáætlun fyrir Skorradal vegna mögulegra gróðurelda þar. Viðbragðsáætlunin var svo send sem fyrirmynd til allra sveitarfélaga landsins sem áttu í kjölfarið að semja svipaða áætlun fyrir sitt svæði. „Það verður að segjast eins og er að fæst sveitarfélögin hafa gert það," segir Björn og telur það í sjálfu sér skiljanlegt enda sé mikið mál að semja viðbragðsáætlun af þessum toga. Hann bendir hins vegar á að með hlýnandi veðráttu og breyttum búnaðarháttum aukist hættan á gróðureldum og því sé fullt tilefni til að setja slíkar viðbragðsáætlanir fyrir gróðursæl sveitarfélög, sérstaklega þar sem sumarhúsabyggð er. Ef slík viðbragðsáætlun hefði verið til staðar í Súðavík er ekki útilokað að hægt hefði verið að afstýra hluta tjónsins sem varð af gróðureldunum sem loguðu þar í sumar. Tjónið nemur um 20 milljónum króna og lendir að miklu leyti á Súðavík.Sérhönnuð fata og fræðslurit Hin atriðin sem tekin voru í gegn eftir gróðureldana á Mýrum voru í fyrsta lagi að skrifa umfangsmikið fræðslurit um gróðurelda og viðbrögð við þeim. Ritið var um hundrað síður og því var dreift til allra slökkviliða landsins. Í öðru lagi var keypt sérhönnuð fata til að slökkva gróðurelda fyrir þyrlur Landhelgisgæslunanr. Í þriðja lagi er sem stendur verið að hanna kerfi í samvinnu við Veðurstofuna og Háskóla Íslands sem á að styðjast við veður athuganir og loftslagsskilyrði og segja þannig fyrir um hvar hætta er á að gróðureldar kvikni. Kerfið er enn í þróun.
Tengdar fréttir Tugmilljóna tjón í Súðavík - kostar hvern íbúa um 100 þúsund Kostnaðurinn vegna slökkvistarfs í Laugardal í Ísafjarðardjúpi í sumar, þegar sinueldur brann á fjórtán hektara svæði, nemur um 20 milljónum króna. Ómar Már Jónsson, sveitastjóri, býst við því að Súðavík muni bera kostnaðinn að langstærstu leyti en viðræðum við innanríkisráðuneytið um það er þó ekki lokið. Um 200 manns búa í Súðavík og því nemur kostnaðurinn um 100 þúsund krónum á hvern mann. Talið er að kviknað hafi í útfrá einnota grilli sem einhver kærulaus ferðalangur hafi lagt frá sér. "Þetta er ábyggilega dýrasti hamborgari 26. september 2012 14:05 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Tugmilljóna tjón í Súðavík - kostar hvern íbúa um 100 þúsund Kostnaðurinn vegna slökkvistarfs í Laugardal í Ísafjarðardjúpi í sumar, þegar sinueldur brann á fjórtán hektara svæði, nemur um 20 milljónum króna. Ómar Már Jónsson, sveitastjóri, býst við því að Súðavík muni bera kostnaðinn að langstærstu leyti en viðræðum við innanríkisráðuneytið um það er þó ekki lokið. Um 200 manns búa í Súðavík og því nemur kostnaðurinn um 100 þúsund krónum á hvern mann. Talið er að kviknað hafi í útfrá einnota grilli sem einhver kærulaus ferðalangur hafi lagt frá sér. "Þetta er ábyggilega dýrasti hamborgari 26. september 2012 14:05