Innlent

Leit að sauðfé á Norðurlandi haldið áfram um helgina

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.
Um liðna helgi fóru matsmenn á vegum almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra um svæðið frá Húnaþingi í vestri og austur í Þingeyjarsýslur til að meta ástand og þörf fyrir aðgerðir til að finna og bjarga sauðfé eftir norðanáhlaupið 9.-11. september síðastliðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Þar segir að matsmennirnir hafi átt fundi með búnaðarráðunautum, fulltrúum bænda og fulltrúum sveitarfélaga til að fá hjá þeim upplýsingar um ástand mála.

Í framhaldi var hafist handa í samvinnu við þessa aðila og Slysavarnafélagið Landsbjörgu að skipuleggja aðgerðir um næstkomandi helgi. Björgunarsveitarfólk mun þá aðstoða bændur við leit og björgun sauðfjár í Skagafirði og Þingeyjarsýslum. Horfur eru á að um eða yfir 100 manns muni taka þátt í þessum aðgerðum. Þá mun þyrla Landhelgisgæslunnar flytja leitarmenn til fjalla ef viðrar til flugs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×