Innlent

Fékk næst hæsta styrkinn frá Finni Ingólfssyni

Ari Trausti Guðmundsson.
Ari Trausti Guðmundsson.
Ari Trausti Guðmundsson skilaði inn uppgjöri til Ríkisendurskoðanda vegna forsetaframboðs síns síðasta sumar, en hann er sá fyrsti sem skilar inn uppgjöri hvað þetta varða. Fresturinn rennur út 30. september. Alls safnaði Ari tæplega 1,8 milljón króna.

Hæsti styrkurinn sem Ari Trausti fékk var frá eignarhaldsfélaginu ABJ Engineering ehf., en það félag styrkti Ara Trausta um 200 þúsund krónur. Næst hæsti styrkurinn er frá Vesturkoti ehf., en það félag styrkti frambjóðandann um 180 þúsund krónur. Athygli vekur að eigendur félagsins eru hjónin Finnur Ingólfsson, fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins og seðlabankastjóri, og Kristín Vigfúsdóttir.

Alls fékk Ari Trausti 785.000 krónur frá lögaðilum. 37 einstaklingar styrktu frambjóðandann um 516.500 krónur.

Hægt er að nálgast skýrsluna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×