Norska lögreglan handtók á miðvikudag íslenskan mann á þrítugsaldri með kíló af hassi í tösku á Værnesflugvelli í Þrándheimi í Noregi. Maðurinn var að koma með flugi frá Kaupmannahöfn. Maðurinn ætlaði að láta efnið af hendi í Noregi, eftir því sem fram kemur á vef bladed.no.
Blaðið hefur eftir norskum lögreglumanni að maðurinn sé ekki þekktur hjá norsku lögreglunni en íslenska lögreglan viti vel hver hann sé. Samkvæmt fréttum blaðsins á föstudag er ekki vitað hver átti að taka við efnunum.
RÚV greinir frá því í dag að maðurinn hafi verið dæmdur í sex mánaða fangelsi.
