Erlent

Taska með sprengiefni fannst í Suðurhöfn Kaupmannahafnar

Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur lokað af götu við Suðurhöfn borgarinnar þar semtaska full af sprengiefni fannst þar í morgun. Töskunni hafði verið stillt upp við einn af olíutönkum Shell olíufélagsins.

Menn úr sprengjuleitarsveit lögreglunnar voru á staðinn til að kanna innihald töskunnar. Í framhaldi af því var hún fjarlægð. Leitarhundar eru nú að störfum á svæðinu til að kanna hvort þar leynist meira af sprengiefni.

Í dönskum fjölmiðlum segir að taskan hafi fundist við Borgmester Chrisitansens götu. Tveimur strætisvögnum sem aka þarna venjulega um hefur verið beint annað. Lögreglan hefur ekki enn upplýst um hverslags sprengiefni hafi verið að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×