Erlent

Ein stærsta dementaæð jarðar í Síberíu

Popigai-gígurinn í Síberíu myndaðist fyrir 35 milljónum ára þegar risastór loftsteinn skall á jörðinni.
Popigai-gígurinn í Síberíu myndaðist fyrir 35 milljónum ára þegar risastór loftsteinn skall á jörðinni.
Rússneskir vísindamenn hafa ljóstrað upp um vel varðveitt leyndarmál frá tímum Sovétríkjanna. Í árekstrargíg í austurhluta Síberíu má finna risavaxna demantaæð. Áætlað er að um trilljarð karöt af iðnaðardemöntum megi vinna úr æðinni.

Popigai-gígurinn í Síberíu myndaðist fyrir 35 milljónum ára þegar risastór loftsteinn skall á jörðinni. Gríðarlegur þrýstingur myndaðist við áreksturinn. Svo miklar voru hamfarirnar að demantar, harðasta efni náttúrunnar, mynduðust þar í miklu magni.

Rússar koma þó ekki til með að kollvarða skartgripageiranum þegar námuvinnsla hefst.

Demantarnir sem finna má í gígnum eru svokallaðir iðnaðardemantar en þeir hafa um árabil verið nýttir til hverskonar iðnaðarnota, til dæmis sem slithúðir á bora. Þeir hafa síðan reynst vísindamönnum mikilvægir á síðustu árum enda henta þeir vel við smíði á örtölvukubbum.

Hingað til hafa rúmlega 100 þúsund kíló af iðnaðardemöntum verið unnin í heiminum árlega. Þetta er smáræði miðað við það magn sem finna má í Popigai-gígnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×