Erlent

Sprengjuviðvörun í Osló

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þak óperuhússins í Osló hefur verið rýmt.
Þak óperuhússins í Osló hefur verið rýmt. mynd/ afp.
Þakið á óperhúsinu í Osló var rýmt eftir hádegi í dag eftir að tilkynning um grunsamlegan böggul á þakinu barst. „Aðstæður eru þannig að við teljum rétt að rannsaka þakið. Við erum með sprengjusveit á staðnum," segir Reidun Lilleås, hjá lögreglunni í Osló, við Dagbladet. Aftenposten greindi frá því að sprengjuleitarvélmenni hefði verið notað við aðgerðirnar. Síðar kom í ljós að í bögglinum var ekki neitt nema saklaust rusl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×