Verðugur arftaki Damons 6. september 2012 10:31 Jeremy Renner þykir verðugur arftaki Matts Damon í fjórðu mynd Bourne-myndinni. The Bourne Legacy þykir góð skemmtun og full af hasar. Spennumyndin The Bourne Legacy verður frumsýnd í kvikmyndahúsum annað kvöld. Þetta er fjórða myndin í kvikmyndaröðinni sem byggð er á skáldsögum Roberts Ludlum. The Bourne Legacy segir frá Aaron Cross sem er meðlimur í Operation Outcome, leynilegu verkefni sem stýrt er af varnarmálaráði Bandaríkjanna. Cross tekur þátt í æfingu á vegum Operation Outcome sem krefst þess að hann ferðist í gegnum óbyggðir Alaska og er áfangastaðurinn lítill kofi í óbyggðunum miðjum. Þar er fyrir fyrrum meðlimur Operation Outcome sem gerður hefur verið útlægur. Á sama tíma hefur Jason Bourne flett ofan af verkefnum hersins og sæta yfirmenn hans nú rannsókn. Topparnir óttast nú um stöðu sína og í tilraun til þess að hylja slóð sína ákveða þeir að útrýma öllu og öllum sem koma að Operation Outcome, þar á meðal Cross. Hann kemst þó undan og upphefst æsispennandi eltingaleikur í anda fyrri Bourne-myndanna. Með aðalhlutverk fara Jeremy Renner, Rachel Weisz, Edward Norton, Joan Allen og Albert Finney og um leikstjórn sér Tony Gilroy. Gilroy þessi er sá sami og skrifaði handritin að fyrri Bourne-myndunum sem skörtuðu Matt Damon í aðahlutverki. The Bourne Legacy er þriðja myndin sem Gilroy leikstýrir, áður hefur hann leikstýrt myndunum Michael Clayton og Duplicity. Gagnrýnandi The Guardian gefur myndinni þrjár stjörnur af fimm og segir Renner vera töluvert harðsnúnari sérsveitarmann en Matt Damon. Á vefsíðunni Metacritic.com þykir myndin rétt yfir meðallagi, hún fær 61 prósent af hundrað. Flestir eru sammála um að Renner standi sig prýðilega í hlutverki Aarons Cross og að hann sé verðugur arftaki Damons. Myndin er spennuþrungin og nóg er af hasaratriðum fyrir þá sem þyrstir í slíkt. Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Spennumyndin The Bourne Legacy verður frumsýnd í kvikmyndahúsum annað kvöld. Þetta er fjórða myndin í kvikmyndaröðinni sem byggð er á skáldsögum Roberts Ludlum. The Bourne Legacy segir frá Aaron Cross sem er meðlimur í Operation Outcome, leynilegu verkefni sem stýrt er af varnarmálaráði Bandaríkjanna. Cross tekur þátt í æfingu á vegum Operation Outcome sem krefst þess að hann ferðist í gegnum óbyggðir Alaska og er áfangastaðurinn lítill kofi í óbyggðunum miðjum. Þar er fyrir fyrrum meðlimur Operation Outcome sem gerður hefur verið útlægur. Á sama tíma hefur Jason Bourne flett ofan af verkefnum hersins og sæta yfirmenn hans nú rannsókn. Topparnir óttast nú um stöðu sína og í tilraun til þess að hylja slóð sína ákveða þeir að útrýma öllu og öllum sem koma að Operation Outcome, þar á meðal Cross. Hann kemst þó undan og upphefst æsispennandi eltingaleikur í anda fyrri Bourne-myndanna. Með aðalhlutverk fara Jeremy Renner, Rachel Weisz, Edward Norton, Joan Allen og Albert Finney og um leikstjórn sér Tony Gilroy. Gilroy þessi er sá sami og skrifaði handritin að fyrri Bourne-myndunum sem skörtuðu Matt Damon í aðahlutverki. The Bourne Legacy er þriðja myndin sem Gilroy leikstýrir, áður hefur hann leikstýrt myndunum Michael Clayton og Duplicity. Gagnrýnandi The Guardian gefur myndinni þrjár stjörnur af fimm og segir Renner vera töluvert harðsnúnari sérsveitarmann en Matt Damon. Á vefsíðunni Metacritic.com þykir myndin rétt yfir meðallagi, hún fær 61 prósent af hundrað. Flestir eru sammála um að Renner standi sig prýðilega í hlutverki Aarons Cross og að hann sé verðugur arftaki Damons. Myndin er spennuþrungin og nóg er af hasaratriðum fyrir þá sem þyrstir í slíkt.
Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira