ÍR með þrettán stiga forskot á FH eftir fyrri daginn í bikarkeppni FRÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2012 21:11 Einar Daði Lárusson og félagar í ÍR brosa eftir fyrri daginn. Mynd/Stefano Begnis ÍR leiðir bæði stigakeppni karla og kvenna eftir fyrri dag í Bikarkeppni FRÍ, sem fram fer á Akureyri nú um helgina. Í karlaflokki er ÍR með 52 stig eða níu stigum meira en FH sem er í öðru sæti. Í kvennakeppninni er minni munur á efstu liðum en þar er forskot ÍR-inga fjögur stig, 43 stig á móti39 stigum FH-inga. Eftir fyrri keppnisdag Bikarkeppninnar er ÍR samanlagt með 95 stig, eða 13 stiga forskot á FH sem hefur 82 stig. Norðlendingar eru í þriðja sæti eftir fyrri dag með 73,5 stig, HSK í því fjórða með 66,5 og Breiðablik með 59 stig. Mikil og spennandi keppni var í langstökki karla milli þeirra Kristins Torfasonar FH, Einars Daða Lárussonar ÍR og Þorsteins Ingvarsson sem keppir fyrir Norðurland. Lengsta stökk Kristins var 7,29 cm, eða 2 cm lengra en besta stökk Einars Daða, en Þorsteinn var þarna skammt á eftir með 7,20 m og munaði því ekki nema um 9 cm á milli þeirra þriggja. Nokkrir keppendur hafa látið til sín taka í bikarnum fyrir sín lið og hafa keppt í tveimur til þremur greinum í dag. Aníta Hinriksdóttir ÍR hljóp bæði 400 m grindarhlaup og 400 m hlaup í dag og náði samtals sjö stigum fyrir sitt félag í þessum greinum. Fjóla Signý Hannesdóttir HSK vann 400 m grindarhlaupið, tók þriðja sætið í þrístökki því sem næst á sama tíma og annað sætið í hástökki. Trausti Stefánsson FH hljóp bæði 100 og 400 m hlaup fyrir FH auk þess sem hann tók einn sprettinn í 4x100m boðhlaupi, en hann er nýstiginn upp úr veikindum. Ásamt því að sigra í hástökki keppti Sveinbjörg Zophoníasdóttir FH í þrístökki og kúluvarpi þar sem hún sigraði einnig. Einar Daði tók þátt í langstökki en hann var einnig í sigursveit ÍR í 4x100 m boðhlaupi og sigraði í stangarstökki, svo nokkur dæmi séu nefnd um kempur dagsins. Nokkur óheppni hefur gert það að verkum að FH-ingar hafa misst nokkuð mörg stig, sérstaklega í karlakeppninni, t.d. fengu þeir engin stig í stangarstökki karla, en keppandi þeirra felldi byrjunarhæð sína. Þá féll keppandi þeirra um síðustu grindina í 400 m grindarhlaupi og missti a.m.k. 3 stig til viðbótar þar. Þeir voru ekki þeir einu sem urðu fyrir skakkaföllum, því keppandi Norðlendinga var dæmdur úr leik í 100 m hlaupi karla fyrir að hafa brugðist of skjótt við. Frjálsar íþróttir Mest lesið Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Sjá meira
ÍR leiðir bæði stigakeppni karla og kvenna eftir fyrri dag í Bikarkeppni FRÍ, sem fram fer á Akureyri nú um helgina. Í karlaflokki er ÍR með 52 stig eða níu stigum meira en FH sem er í öðru sæti. Í kvennakeppninni er minni munur á efstu liðum en þar er forskot ÍR-inga fjögur stig, 43 stig á móti39 stigum FH-inga. Eftir fyrri keppnisdag Bikarkeppninnar er ÍR samanlagt með 95 stig, eða 13 stiga forskot á FH sem hefur 82 stig. Norðlendingar eru í þriðja sæti eftir fyrri dag með 73,5 stig, HSK í því fjórða með 66,5 og Breiðablik með 59 stig. Mikil og spennandi keppni var í langstökki karla milli þeirra Kristins Torfasonar FH, Einars Daða Lárussonar ÍR og Þorsteins Ingvarsson sem keppir fyrir Norðurland. Lengsta stökk Kristins var 7,29 cm, eða 2 cm lengra en besta stökk Einars Daða, en Þorsteinn var þarna skammt á eftir með 7,20 m og munaði því ekki nema um 9 cm á milli þeirra þriggja. Nokkrir keppendur hafa látið til sín taka í bikarnum fyrir sín lið og hafa keppt í tveimur til þremur greinum í dag. Aníta Hinriksdóttir ÍR hljóp bæði 400 m grindarhlaup og 400 m hlaup í dag og náði samtals sjö stigum fyrir sitt félag í þessum greinum. Fjóla Signý Hannesdóttir HSK vann 400 m grindarhlaupið, tók þriðja sætið í þrístökki því sem næst á sama tíma og annað sætið í hástökki. Trausti Stefánsson FH hljóp bæði 100 og 400 m hlaup fyrir FH auk þess sem hann tók einn sprettinn í 4x100m boðhlaupi, en hann er nýstiginn upp úr veikindum. Ásamt því að sigra í hástökki keppti Sveinbjörg Zophoníasdóttir FH í þrístökki og kúluvarpi þar sem hún sigraði einnig. Einar Daði tók þátt í langstökki en hann var einnig í sigursveit ÍR í 4x100 m boðhlaupi og sigraði í stangarstökki, svo nokkur dæmi séu nefnd um kempur dagsins. Nokkur óheppni hefur gert það að verkum að FH-ingar hafa misst nokkuð mörg stig, sérstaklega í karlakeppninni, t.d. fengu þeir engin stig í stangarstökki karla, en keppandi þeirra felldi byrjunarhæð sína. Þá féll keppandi þeirra um síðustu grindina í 400 m grindarhlaupi og missti a.m.k. 3 stig til viðbótar þar. Þeir voru ekki þeir einu sem urðu fyrir skakkaföllum, því keppandi Norðlendinga var dæmdur úr leik í 100 m hlaupi karla fyrir að hafa brugðist of skjótt við.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Sjá meira