Sport

Sjöttu gullverðlaun Kasakstan | Þau fyrstu til Kenía

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Rypakova fagnar sigrinum í þrístökkskeppninni.
Rypakova fagnar sigrinum í þrístökkskeppninni. Nordicphotos/Getty
Olga Rypakova tryggði Kasakstan gullverðlaun í þrístökkskeppni kvenna á Ólympíuleikunum í London. Þá vann Keníamaðurinn Ezekiel Kemboi gullverðlaun í 3000 metra hindrunarhlaupi karla.

Rypakova, sem hafnaði í fjórða sæti á leikunum í Peking fyrir fjórum árum, stökk 14,98 metra sem er besta stökk hennar á árinu. Gullverðlaunin voru þau sjöttu hjá Kasakstan á leikunum.

Caterine Ibarguen frá Kólumbíu varð önnur með 14,80 metra og Olha Saladuha frá Úkraínu þriðja með stökk upp á 14,79 metra. Mjótt á munum í baráttunni um silfrið.

Keníamaðurinn Ezekiel Kemboi sigraði í 3000 metra hindrunarhlaupi eftir rosalegan endasprett og tryggði Kenía sín fyrstu gullverðlaun á leikunum. Kemboi kom í mark á 8:18.56 mínútum en Frakkinn Mahiedine Mekhissi-Benabbad varð annar á 8:19.08 mínútum.

Abel Kiprop Mutai frá Kenía náði í þriðja sæti á tímanum 8:19.73 mínútum. Enn ein verðlaun Keníu í hlaupagreinum á leikunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×