Sport

Sá 19 ára tryggði Grenada sín fyrstu verðlaun á Ólympíuleikum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
James fagnar sigrinum og fyrstu verðlaunum Grenada á Ólympíuleikum.
James fagnar sigrinum og fyrstu verðlaunum Grenada á Ólympíuleikum. Nordicphotos/Getty
Kirani James frá Grenada kom fyrstur í mark í 400 metra hlaupi karla á Ólympíuleikunum í kvöld. Hann tryggði um leið Grenada sín fyrstu verðlaun á Ólympíuleikum.

James kom í mark á tímanum 43,94 sekúndur sem er hans besti tími en kappinn er aðeins 19 ára. James vann einnig gullverðlaun á HM í Daegu á síðasta ári svo sigur hans í kvöld var engin tilviljun.

Annars fóru öll verðlaunin í hlaupinu til eyja í karabíska hafinu. Luguelín Santos frá Dóminíska lýðveldinu varð annar á 44,46 sekúndum og þriðji varð Lalonde Gordon frá Trínidad og Tóbagó á 44,52 sekúndum.

Athygli vakti að enginn Bandaríkjamaður komst í úrslitahlaupið. Bandaríkin hafa því sem næst verið í áskrift þegar kemur að gullverðlaunum og öðrum verðlaunum í greininni undanfarna áratugi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×