Innlent

Bílvelta varð við framúrakstur

BBI skrifar
Bílvelta varð um níu leytið í kvöld á Suðurlandsvegi í Flóanum við afleggjarann að Oddgeirshólum. Engan sakaði alvarlega en bílstjórinn var þó sendur á slysavarðstofu til læknisskoðunar.

Bílveltan atvikaðist þannig að tveimur bílum var ekið eftir Suðurlandsvegi. Þegar fremri bílinn gaf merki um að beygja inn að Oddgeirshólum reyndi sá síðari að taka fram úr. Bílarnir lentu saman með þeim afleiðingum að sá aftari valt.

Bíllinn sem valt er óökuhæfur og var dreginn af vettvangi. Hinn er eitthvað skemmdur en í ökuhæfu ástandi.

Málið er í rannsókn hjá lögreglunni á Selfossi en samkvæmt upplýsingum þaðan kemur til greina að ákæra fyrir framúraksturinn. Í raun er of snemmt að velta því fyrir sér því málsatvikin þarf að rannsaka og finna út hvort lögbrot hafi átt sér stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×