Erlent

Blóðbað á forsýningu Batman myndarinnar

Fjórtán manns féllu í skot- og sprengjuárás í kvikmyndahúsi í Denver í Colorado þegar nýjasta Batman myndin var forsýnd þar í nótt.

Í frétt á BBC segir að þar að auki hafi 50 manns særst í árásinni en grímuklæddur maður hóf skothríð á forsýningargesti og sprengdi þar að auki það sem talið er vera táragassprengja í húsinu.

Fréttir hafa borist af því að einn maður hafi verið handtekinn vegna árásarinnar en lögreglan í Denver vill ekki tjá sig um hvort fleiri hafi staðið að baki árásinni.

Bandarísk sjónvarpsstöð hefur eftir einum af forsýningargestunum að hann hafi talið að skothríðin og sprengjan hafi verið hluti af tæknibrellum vegna sýningarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×