Fótbolti

Arsenal vill fá helmingi meira fyrir Van Persie

Arsenal hefur hafnað tilboðum í Robin Van Persie frá Manchester liðinunum City og United auk ítalska liðsins Juventus. Frá þessu greinir breska ríkisútvarpið í morgun. Talið er að tilboð liðanna hafi öll verið í kringum kringum fimmtán milljónir punda en forráðamenn Arsenal eru sagðir vilja fá helmingi meira fyrir leikmanninn.

Van Persie fer ekki með Arsenal í æfingaferð liðsins til Asíu í næstu viku en samningur hans rennur út á næsta ári og hefur leikmaðurinn gefið út að hann vilji ekki semja á nýjan leik við Arsenal. Van Persie skoraði þrjátíu mörk í þrjátíu og átta leikjum fyrir Arsenal á síðustu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×