Erlent

Árásarmaðurinn er 24 ára gamall

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Maðurinn sem skaut 12 manns til bana í úthverfi Denver í morgun heitir James Eagan Holmes og er 24 ára gamall. CBS fréttastofan hefur þetta eftir talsmönnum lögreglunnar í Denver. Skotárásin varð í kvikmyndahúsi þegar verið var að sýna nýju Batman myndina, The Dark Knight Rises. Lögreglan telur að maðurinn hafi verið einn að verki. Tugir manna særðust í skotárásinni.

Mikill harmur er að Bandaríkjamönnum kveðinn vegna skotárásarinnar. Meðal annars hafa bæði Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og Mitt Romney sem býður sig fram til embættis forseta fordæmt skotárásina og vottað aðstandendum hinna látnu samúð sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×