Erlent

Votta þolendum árásarinnar virðingu sína

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Barack Obama gerir hlé á kosningabaráttu sinni.
Barack Obama gerir hlé á kosningabaráttu sinni. mynd/ afp.
Forsetaframbjóðendurnir í Bandaríkjunum, þeir Barack Obama og Mitt Romney, munu ekki birta áróðursauglýsingar í dag.

Með þessu vilja þeir sýna þolendum skotárásarinnar í Colorado í nótt virðingu sína. Tólf fórust og tæplega fimmtíu særðust í árásinni, sem gerð var í kvikmyndahúsi þegar verið var að forsýna nýjustu myndina um Batman. Michelle Obama forsetafrú og Joe Biden varaforseti gerðu einnig hlé á sínum störfum í kosningabaráttunni í dag, samkvæmt vefnum itn.

Barack Obama hvatti Bandaríkjamenn til að standa með fólkinu í Aurora, þar sem atburðurinn varð, og sagði að gera ætti hlé á kosningabaráttunni. „Við getum þráttað um pólitík seinna. Í dag, er dagur bæna og íhugunar," sagði Obama við stuðningsmenn sína í Fort Myers í Flórída.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×