Erlent

Fórnarlamba minnst

mynd/AP
Fórnarlamba skotárásarinnar í Aurora í Colorado var minnst í nótt. Um 200 manns söfnuðust saman fyrir utan kvikmyndahúsið.

Tólf létust þegar grímuklæddur maður hóf skotárás á kvikmyndahúsagesti, nokkrum mínútum eftir forsýning nýjustu kvikmyndarinnar um Leðurblökumanninn hófst.

Lögregluyfirvöld í Aurora segja að um 60 manns hafi slasaðst, þarf af margir lífshættulega. Þannig er gert ráð fyrir að tala látinna eigi eftir að hækka.

Vígamaðurinn, Hames Holmes, var handtekinn fyrir utan kvikmyndahúsið og færður í gæsluvarðhald.

Ástæður árásarinnar eru enn á huldu. Við yfirheyrslu sagði Holmes, sem er doktorsnemi í taugafræði, að hann væri Jókerinn og vísaði þar til erkióvinar Leðurblökumannsins.

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hefur lýst atburðinum sem harmleik og hefur hann fyrirskipað að fánum skuli flaggað í hálfa stöng í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×