Erlent

Fimm hundruð látnir á tveimur sólarhringum

mynd/AP
Hátt í fimm hundruð manns hafa látist í átökunum í Sýrlandi síðustu tvo sólarhringa. Stjórnarherinn í landinu hefur í nótt gert árás á vígi uppreisnarmanna í höfuðborginni Damaskus en uppreisnarmenn náðu í gær völdum á landamærastöðvum við Írak og Tyrkland.

Stjórnarliðar nota skriðdreka, flugskeyti og sprengjur til að komast um borgina en markmið þeirra er að ná völdum í öllum hverfum borgarinnar.

Öryggisráð sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær að framlengja umboð eftirlitssveita í sýrlandi um 30 daga með möguleika á frekari framlenginu hafi stjórnarliðar hætt notkun þungavopna fyrir þann tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×