Carolina Klüft, fyrrum ólympíumeistari í sjöþrautt kvenna, verður ekki með á ólympíuleikunum sem hefjast í Lnndon um næstu helgi. Klüft, sem er frá Svíþjóð, meiddist á aftanverðu læri hefur keppt í langstökki undanfarin misseri eftir að hún hætti að einbeita sér að sjöþrautinni.
Klüft er 29 ára gömul og hún meiddist í keppni í Kuortane í Finnlandi. Hún náði ekki að stökkva í fyrsta stökki sínu í keppninni og hún dróg sig úr keppni í kjölfarið. Klüft varð heimsmeistari í sjöþraut 2003, 2005 og 2007. Hún varð ólympíumeistari í sjöþraut á leikunum sem fram fóru í Aþenu á Grikklandi 2004.
Carolina Klüft missir af Ól vegna meiðsla

Mest lesið



Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn

Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn


Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn



Frá Skagafirði á Akranes
Körfubolti
