Innlent

Rifjar upp afskriftir aðalkeppinautanna

BBI skrifar
„Er þetta réttlæti?" spyr Kristþór Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ísafoldarprentsmiðju ehf., í grein í Fréttablaðinu í dag þar sem hann fjallar um afskriftir skulda aðalkeppinauta prentsmiðjunnar.

Kristþór rifjar upp að fyrir örfáum mánuðum afskrifuðu Landsbankinn og Arion banki 5 milljarða af Kvos. „Fyrir hverja krónu sem eigendur lögðu fram voru 10 afskrifaðar." Þá fjallar hann um Árvakur, en skuldir þess hafa verið lækkaðar um yfir fimm milljarða. „Ofangreind tvö fyrirtæki eru okkar stærstu keppinautar," segir Kristþór. „Í dag er búið að afskrifa af þeim 10 milljarða."

Ísafoldarprentsmiðja hefur aftur á móti ekki fengið neinar afskriftir. Með ýmsum hagræðingaraðgerðum sér nú fyrir endann á erfiðleikunum. Þá tekur við slagur sem Kristþór horfir ekki til með tilhlökkun. „hvað mætir okkur þá? Keppinautar okkar sprækir og léttir á fæti."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×