Erlent

Salt eykur líkur á krabbameini í maga

Ný rannsókn á vegum Alþjóðlega krabbameinssjóðsins hefur staðfest fyrri rannsóknir um að of mikið af salt í mat valdi krabbameini í maga. Sjóðurinn vill að matvælaframleiðendur upplýsi neytendur nánar um saltinnhaldið í matvælum sínum.

Í frétt um málið í Jyllands Posten er haft eftir Kate Mendoza talsmanni sjóðsins að krabbamein í maga sé erfitt að lækna einkum sökum þess að þegar það loks uppgvötvast er það yfirleitt komið langt á leið.

Krabbamein í maga hefur farið minnkandi í heiminum undanfarin ár þar sem kæliskápar hafa leyst þörfina á að geyma reyktann og velsaltaðan mat.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×