Bardagar geisa í sex hverfum Aleppo Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 29. júlí 2012 19:49 Uppreisnarmenn halda særðum lögreglumanni niðri í Aleppo. Mynd/AFP Sprengikúlum hefur rignt yfir sýrlensku borgina Aleppo í dag. Annan daginn í röð reyna stjórnarhermenn nú að hrekja uppreisnarmenn á brott úr borginni. Sýrlenski herinn hefur tvíeflst í árásum sínum á meðan matarskortur gerir vart við sig í stórborginni. Hörð átök hafa staðið yfir í borginni Aleppo í Sýrlandi í dag. Er þetta annar dagurinn í röð sem stjórnarhermenn reyna að hrekja uppreisnarmenn úr hverfum borgarinnar. Samkvæmt óstaðfestum fregnum mannréttindasamtaka í Sýrlandi létust tæplega 30 manns í borginni í gær en hátt í hundrað og sjötíu víðsvegar um landið. Barist hefur verið í sex hverfum Aleppo í dag. Orrustuþyrlum og þungavopnum hefur verið beitt af hálfu stjórnarhermanna heyrast sprengingar víða um borgina. Samkvæmt lýsingum uppreisnarmanna er lífið innan veggja Aleppo martöð líkast. Verslanir eru lokaðar og í þokkabót er víða rafmagnslaust. Þá eru vopnabirgðir uppreisnarmanna af skornum skammti. Leiðtogi hinnar útlægu stjórnarandstöðu í Sýrlandi, Abdel Basset Sayda, hefur biðlað til þjóða sem hliðhollar eru uppreisnarmönnum í Sýrlandi um að koma vörum og vopnum til borgarinnar. Uppreisnarmenn halda því fram að þeir hafi hrundið gagnsókn stjórnarhermanna á bak aftur í dag - þetta hefur þó ekki fengist staðfest. Yfirvöld í Sýrlandi munu halda áfram sókn sinni í Aleppo. Utanríkisráðherra landsins, Walid al-Moallem, fundaði í dag með kollega sínum í Íran. Á blaðamannafundi sagði hann að uppreisnarmennirnir væru ráðþrota eftir að hafa beðið ósigur í Damaskus, höfuðborg Sýrlands. „Síðan á miðvikudag hafa þeir reynt að hrinda áætlunum sínum í framkvæmd og stefnt öllu sínu herliði til að ná Damascus á sitt vald á innan við viku. En sókn þeirra var hrundið og þeir sigraðir. Nú hafa þeir snúið sér að Aleppo og þar verða þeir líka sigraðir," sagði Walid al-Moallem, utanríkisráðherra Sýrlands. Kofi Annan, friðarsamningamaður Arabandalagsins og Sameinuðu Þjóðanna, lýsti í gær yfir áhyggjum sínum vegna átakanna í Aleppo. Hann ítrekaði að sem fyrr væri möguleiki á að leysa deilur stríðandi fylkinga í Sýrlandi með pólitískum leiðum. Talið er að um 20 þúsund hermenn, uppreisnarmenn og óbreyttir borgarar hafi fallið í Sýrlandi síðan uppreisnin gegn ríkisstjórn Bashar al-Assads hófst í landinu fyrir 17 mánuðun. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fleiri fréttir Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Sjá meira
Sprengikúlum hefur rignt yfir sýrlensku borgina Aleppo í dag. Annan daginn í röð reyna stjórnarhermenn nú að hrekja uppreisnarmenn á brott úr borginni. Sýrlenski herinn hefur tvíeflst í árásum sínum á meðan matarskortur gerir vart við sig í stórborginni. Hörð átök hafa staðið yfir í borginni Aleppo í Sýrlandi í dag. Er þetta annar dagurinn í röð sem stjórnarhermenn reyna að hrekja uppreisnarmenn úr hverfum borgarinnar. Samkvæmt óstaðfestum fregnum mannréttindasamtaka í Sýrlandi létust tæplega 30 manns í borginni í gær en hátt í hundrað og sjötíu víðsvegar um landið. Barist hefur verið í sex hverfum Aleppo í dag. Orrustuþyrlum og þungavopnum hefur verið beitt af hálfu stjórnarhermanna heyrast sprengingar víða um borgina. Samkvæmt lýsingum uppreisnarmanna er lífið innan veggja Aleppo martöð líkast. Verslanir eru lokaðar og í þokkabót er víða rafmagnslaust. Þá eru vopnabirgðir uppreisnarmanna af skornum skammti. Leiðtogi hinnar útlægu stjórnarandstöðu í Sýrlandi, Abdel Basset Sayda, hefur biðlað til þjóða sem hliðhollar eru uppreisnarmönnum í Sýrlandi um að koma vörum og vopnum til borgarinnar. Uppreisnarmenn halda því fram að þeir hafi hrundið gagnsókn stjórnarhermanna á bak aftur í dag - þetta hefur þó ekki fengist staðfest. Yfirvöld í Sýrlandi munu halda áfram sókn sinni í Aleppo. Utanríkisráðherra landsins, Walid al-Moallem, fundaði í dag með kollega sínum í Íran. Á blaðamannafundi sagði hann að uppreisnarmennirnir væru ráðþrota eftir að hafa beðið ósigur í Damaskus, höfuðborg Sýrlands. „Síðan á miðvikudag hafa þeir reynt að hrinda áætlunum sínum í framkvæmd og stefnt öllu sínu herliði til að ná Damascus á sitt vald á innan við viku. En sókn þeirra var hrundið og þeir sigraðir. Nú hafa þeir snúið sér að Aleppo og þar verða þeir líka sigraðir," sagði Walid al-Moallem, utanríkisráðherra Sýrlands. Kofi Annan, friðarsamningamaður Arabandalagsins og Sameinuðu Þjóðanna, lýsti í gær yfir áhyggjum sínum vegna átakanna í Aleppo. Hann ítrekaði að sem fyrr væri möguleiki á að leysa deilur stríðandi fylkinga í Sýrlandi með pólitískum leiðum. Talið er að um 20 þúsund hermenn, uppreisnarmenn og óbreyttir borgarar hafi fallið í Sýrlandi síðan uppreisnin gegn ríkisstjórn Bashar al-Assads hófst í landinu fyrir 17 mánuðun.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fleiri fréttir Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Sjá meira