Fótbolti

PSG ekki á eftir Van Persie og Pirlo

Van Persie.
Van Persie.
Menn bíða enn eftir því að hið nýríka franska félag, PSG, rífi almennilega upp veskið en þjálfari félagsins, Carlo Ancelotti, heldur merkilega fast um budduna þó þykk sé.

Ancelotti hefur nú útilokað að bjóða í þá Robin van Persie og Andrea Pirlo en báðir hafa verið þráfaldlega orðaðir við félagið upp á síðkastið.

Van Persie ætlar ekki að framlengja samning sinn við Arsenal og því gæti farið svo að félagið selji hann í sumar þar sem Hollendingurinn á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við félagið.

"Van Persie er ekki einn af þeim mönnum sem við viljum fá. Pirlo er vissulega áhugaverður leikmaður en ég þjálfaði hann í átta ár og það var meira en nóg," sagði Ancelotti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×