Enski boltinn

Lloris líklega á leið til Spurs

Tottenham leggur nú höfuðáherslu á að tryggja sér þjónustu franska landsliðsmarkvarðarins, Hugo Lloris, og er til í að greiða Lyon um 14 milljónir punda fyrir markvörðinn.

Lyon hefur þegar hafnað tilboði frá félaginu upp á 12 milljónir punda í markvörðinn sem Andre Villas-Boas, stjóri Spurs, sér fyrir sér sem markvörð félagsins næstu árin.

Lyon er til í að selja enda þarf að bregðast við því að félagið komst aldrei þessu vant ekki í Meistaradeildina.

Markvörður Tottenham, Brad Friedel, er orðinn 41 árs gamall og mun leggja hanskana á hilluna næsta sumar.

Lloris sjálfur er mjög spenntur fyrir þvi að fara til Spurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×