Innlent

Litla sólin - Nýjasta verk Ólafs Elíassonar kynnt

Litla Sólin
Litla Sólin
Nýjasta verk Ólafs Elíassonar, myndlistamanns, hefur verið opinberað í Tate Modern listasafninu í Lundúnum. Verkefnið er hluti af London 2012 hátíðinni en hún er haldin í tilefni af Ólympíuleikunum sem hefjast í borginni seinna í þessum mánuði.

Verkefnið ber heitið Little Sun. Ólafur og samstarfsmenn hans hafa hannað lítinn lampa sem safngestir beina að verkum súrrealista þegar ljósin slokkna í Tate Modern.

Lampinn er alfarið knúinn af sólarorku. Með verkefninu vill Ólafur varpa ljósi á þá staðreynd að 1.6 milljarðar manns eru án rafmagns. Sólarorka sé ákjósanleg leið til að binda enda á orkuskort þessa fólks.

„Tate Modern er minn leikvöllur," sagði Ólafur í samtali við The Sun. „Þetta verkefni er afar persónulegt. Heimsbyggðin er mitt hjartans mál, ég hef samt sem áður aldrei aðhafst nóg í þessum efnum."

Ruth MacKenzie, stjórnandi London 212 hátíðarinnar, sagði að Little Sun verkefnið „kristalli gildi Ólympíuleikanna og þá samkennd sem þeir boða með þeim sem eru kúgaðir og alls lausir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×