Fótbolti

Beckham vill ekki tendra Ólympíueldinn

Hinn hógværi og auðmjúki David Beckham vill ekki tendra eldinn á Ólympíuleikvanginum í London. Hann vill að einhver Breti sem hefur unnið gull á Ólympíuleikinum tendri eldinn.

"Ég hef alltaf verið á því að einhver fyrrum Ólympíufari eigi að tendra eldinn á leikvanginum. Einhver sem hefur gert ótrúlega hluti og unnið gullverðlaun," sagði Beckham.

Leikmaðurinn er eðlilega svekktur að hafa ekki verið valinn í knattspyrnulið Breta á leikunum.

"Það hefði verið stór stund fyrir mig að spila á leikunum. Það vita allir hversu stoltur ég er af því að koma fram fyrir hönd þjóðarinnar. Ég er því að sjálsögðu vonsvikinn en lífið heldur áfram."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×