Erlent

Nauðganir vekja óhug í Svíþjóð

Sænskir fjölmiðlar hafa greint frá því að tilkynnt hefur verið um 21 nauðgun í landinu á síðustu þremur dögum. Þetta er óvenjumikill fjöldi nauðgana á svo stuttum tíma í Svíþjóð en nauðganir eru yfirleitt fleiri á sumrin en veturna í landinu.

Af þessum nauðgunum eru tvær mjög grófar hópnauðganir sem vakið hafa óhug í Svíþjóð. Þær áttu sér stað í bænum Gävle norður af Stokkhólmi á sama klukkutímanum og í aðeins 200 metra fjarlægð frá hvor annarri. Engin hefur enn verið handtekinn en lögreglan telur að tengsl séu á milli þessara nauðgana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×