Fótbolti

Ævilöngu banni Bin Hammam frá knattspyrnu aflétt

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/Getty
Áfrýjunardómstóll íþróttamála hefur aflétt ævilöngu banni Mohamed bin Hammam frá knattspyrnu. Alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) úrskurðaði bin Hammam í ævilangt bann í ágúst.

Bin Hammam, fyrrum forseti asíska knattspyrnusambandsins, bauð sig fram gegn Sett Blatter í síðustu forsetakosningum FIFA. Í aðdraganda kosninganna var Bin Hammam sakaður mútugreiðslur til forsvarsmanna knattspyrnusambanda í karabíska hafinu.

Í niðurstöðu áfrýjunardómstólsins segir að það sé alls ekki svo að Bin Hammam hafi verið fundin sekur hvað mútugreiðslurnar varði. Hins vegar töldu þeir sönnunargögn FIFA í málinu ekki afgerandi.

Dómstóllinn taldi þrjá aðila og fór atkvæðagreiðsla í málinu 2-1, Bin Hammam í vil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×