Þörf á strangari kröfum til fjölda meðmælenda Karen Kjartansdóttir skrifar 2. júlí 2012 18:45 Prófessor við lagadeild Háskóla Íslands telur rétt að auka þann fjölda meðmælenda sem forsetaframbjóðendur þurfa að afla til að framboð telst löglegt. Niðurstöður kosninganna þar sem þrír frambjóðendur fengu samtals um fimm prósent atkvæða bendi til þessa að þröskuldurinn sé of lágur í dag. Fylgi forsetaframbjóðandanna var æði misjafn. Lokatölur sýna að þeir þrír frambjóðendur sem minnst höfðu fylgið voru:Herdís Þorgeirsdóttir með 2,6 prósenta fylgi, Andrea Ólafsdóttir 1,8 prósenta fylgi og Hannes Bjarnason með tæpt 1 prósent. Í stjórnarskrá Íslands frá 17. júní 1944 segir: „Forsetaefni skal hafa meðmæli minnst 1500 kosningarbærra manna." Síðan þá hafa liðið 68 ár og fjöldi kjósenda ríflega þrefaldast er fjöldi meðmælanda sé enn hinn sami. Björg Thorarensen lagaprófessor við Háskóla Íslands telur að þetta hafi orðið til þess að þröskuldur til framboðs til forseta Íslands hafi lækkað. Bendir hún á að árið 1944 voru kosningarbærir menn um 74 þúsund því þurftu frambjóðendur að skila inn meðmælum frá um 2 tveimur prósentum kjósenda. Árið 2012 eru kosningabærir menn um 235 þúsund og því þurfa kjósendur að skila meðmælum um 0,6 prósent kjósenda. "Ég teldi vera skynsamlegt að auka fjölda meðmælenda miðað við ákveðinn hærri þröskuld til að gera það ekki jafn einfalt að bjóða sig fram. Við sjáum samt dæmi úr þessari baráttu að ekki tókst nú öllum þeim sem rætt var í byrjun að afla nægilegs fylgis," segir Björg. Hún telur að rétt væri að miða við að menn öfluðu stuðnings tveggja til þriggja prósent kjósenda til að geta boðið sig fram. Um þá staðreynd að nú voru þrír frambjóðendur sem náðu ekki þriggja prósenta fylgi segir Björg: „Það sýnir að hefði verið gerð krafa um fleiri meðmælendur er ólíklegt að þeir frambjóðendur hefðu getað safnað nægilegum meðmælandafjölda. Kosningabaráttan hefði þá orðið allt öðruvísi, þá hefðu orðið færri frambjóðendur og mögulega hver með meira fylgi á bak við sig og hefði kannski verið markvissari. En þetta sýnir að þröskuldurinn til að bjóða sig fram hér á Íslandi er mjög lágur og ekki líklegur til að endurspegla endilega mikið landfylgi á bak við frambjóðendur til forsetakjörs." Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Prófessor við lagadeild Háskóla Íslands telur rétt að auka þann fjölda meðmælenda sem forsetaframbjóðendur þurfa að afla til að framboð telst löglegt. Niðurstöður kosninganna þar sem þrír frambjóðendur fengu samtals um fimm prósent atkvæða bendi til þessa að þröskuldurinn sé of lágur í dag. Fylgi forsetaframbjóðandanna var æði misjafn. Lokatölur sýna að þeir þrír frambjóðendur sem minnst höfðu fylgið voru:Herdís Þorgeirsdóttir með 2,6 prósenta fylgi, Andrea Ólafsdóttir 1,8 prósenta fylgi og Hannes Bjarnason með tæpt 1 prósent. Í stjórnarskrá Íslands frá 17. júní 1944 segir: „Forsetaefni skal hafa meðmæli minnst 1500 kosningarbærra manna." Síðan þá hafa liðið 68 ár og fjöldi kjósenda ríflega þrefaldast er fjöldi meðmælanda sé enn hinn sami. Björg Thorarensen lagaprófessor við Háskóla Íslands telur að þetta hafi orðið til þess að þröskuldur til framboðs til forseta Íslands hafi lækkað. Bendir hún á að árið 1944 voru kosningarbærir menn um 74 þúsund því þurftu frambjóðendur að skila inn meðmælum frá um 2 tveimur prósentum kjósenda. Árið 2012 eru kosningabærir menn um 235 þúsund og því þurfa kjósendur að skila meðmælum um 0,6 prósent kjósenda. "Ég teldi vera skynsamlegt að auka fjölda meðmælenda miðað við ákveðinn hærri þröskuld til að gera það ekki jafn einfalt að bjóða sig fram. Við sjáum samt dæmi úr þessari baráttu að ekki tókst nú öllum þeim sem rætt var í byrjun að afla nægilegs fylgis," segir Björg. Hún telur að rétt væri að miða við að menn öfluðu stuðnings tveggja til þriggja prósent kjósenda til að geta boðið sig fram. Um þá staðreynd að nú voru þrír frambjóðendur sem náðu ekki þriggja prósenta fylgi segir Björg: „Það sýnir að hefði verið gerð krafa um fleiri meðmælendur er ólíklegt að þeir frambjóðendur hefðu getað safnað nægilegum meðmælandafjölda. Kosningabaráttan hefði þá orðið allt öðruvísi, þá hefðu orðið færri frambjóðendur og mögulega hver með meira fylgi á bak við sig og hefði kannski verið markvissari. En þetta sýnir að þröskuldurinn til að bjóða sig fram hér á Íslandi er mjög lágur og ekki líklegur til að endurspegla endilega mikið landfylgi á bak við frambjóðendur til forsetakjörs."
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira