Þörf á strangari kröfum til fjölda meðmælenda Karen Kjartansdóttir skrifar 2. júlí 2012 18:45 Prófessor við lagadeild Háskóla Íslands telur rétt að auka þann fjölda meðmælenda sem forsetaframbjóðendur þurfa að afla til að framboð telst löglegt. Niðurstöður kosninganna þar sem þrír frambjóðendur fengu samtals um fimm prósent atkvæða bendi til þessa að þröskuldurinn sé of lágur í dag. Fylgi forsetaframbjóðandanna var æði misjafn. Lokatölur sýna að þeir þrír frambjóðendur sem minnst höfðu fylgið voru:Herdís Þorgeirsdóttir með 2,6 prósenta fylgi, Andrea Ólafsdóttir 1,8 prósenta fylgi og Hannes Bjarnason með tæpt 1 prósent. Í stjórnarskrá Íslands frá 17. júní 1944 segir: „Forsetaefni skal hafa meðmæli minnst 1500 kosningarbærra manna." Síðan þá hafa liðið 68 ár og fjöldi kjósenda ríflega þrefaldast er fjöldi meðmælanda sé enn hinn sami. Björg Thorarensen lagaprófessor við Háskóla Íslands telur að þetta hafi orðið til þess að þröskuldur til framboðs til forseta Íslands hafi lækkað. Bendir hún á að árið 1944 voru kosningarbærir menn um 74 þúsund því þurftu frambjóðendur að skila inn meðmælum frá um 2 tveimur prósentum kjósenda. Árið 2012 eru kosningabærir menn um 235 þúsund og því þurfa kjósendur að skila meðmælum um 0,6 prósent kjósenda. "Ég teldi vera skynsamlegt að auka fjölda meðmælenda miðað við ákveðinn hærri þröskuld til að gera það ekki jafn einfalt að bjóða sig fram. Við sjáum samt dæmi úr þessari baráttu að ekki tókst nú öllum þeim sem rætt var í byrjun að afla nægilegs fylgis," segir Björg. Hún telur að rétt væri að miða við að menn öfluðu stuðnings tveggja til þriggja prósent kjósenda til að geta boðið sig fram. Um þá staðreynd að nú voru þrír frambjóðendur sem náðu ekki þriggja prósenta fylgi segir Björg: „Það sýnir að hefði verið gerð krafa um fleiri meðmælendur er ólíklegt að þeir frambjóðendur hefðu getað safnað nægilegum meðmælandafjölda. Kosningabaráttan hefði þá orðið allt öðruvísi, þá hefðu orðið færri frambjóðendur og mögulega hver með meira fylgi á bak við sig og hefði kannski verið markvissari. En þetta sýnir að þröskuldurinn til að bjóða sig fram hér á Íslandi er mjög lágur og ekki líklegur til að endurspegla endilega mikið landfylgi á bak við frambjóðendur til forsetakjörs." Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Sjá meira
Prófessor við lagadeild Háskóla Íslands telur rétt að auka þann fjölda meðmælenda sem forsetaframbjóðendur þurfa að afla til að framboð telst löglegt. Niðurstöður kosninganna þar sem þrír frambjóðendur fengu samtals um fimm prósent atkvæða bendi til þessa að þröskuldurinn sé of lágur í dag. Fylgi forsetaframbjóðandanna var æði misjafn. Lokatölur sýna að þeir þrír frambjóðendur sem minnst höfðu fylgið voru:Herdís Þorgeirsdóttir með 2,6 prósenta fylgi, Andrea Ólafsdóttir 1,8 prósenta fylgi og Hannes Bjarnason með tæpt 1 prósent. Í stjórnarskrá Íslands frá 17. júní 1944 segir: „Forsetaefni skal hafa meðmæli minnst 1500 kosningarbærra manna." Síðan þá hafa liðið 68 ár og fjöldi kjósenda ríflega þrefaldast er fjöldi meðmælanda sé enn hinn sami. Björg Thorarensen lagaprófessor við Háskóla Íslands telur að þetta hafi orðið til þess að þröskuldur til framboðs til forseta Íslands hafi lækkað. Bendir hún á að árið 1944 voru kosningarbærir menn um 74 þúsund því þurftu frambjóðendur að skila inn meðmælum frá um 2 tveimur prósentum kjósenda. Árið 2012 eru kosningabærir menn um 235 þúsund og því þurfa kjósendur að skila meðmælum um 0,6 prósent kjósenda. "Ég teldi vera skynsamlegt að auka fjölda meðmælenda miðað við ákveðinn hærri þröskuld til að gera það ekki jafn einfalt að bjóða sig fram. Við sjáum samt dæmi úr þessari baráttu að ekki tókst nú öllum þeim sem rætt var í byrjun að afla nægilegs fylgis," segir Björg. Hún telur að rétt væri að miða við að menn öfluðu stuðnings tveggja til þriggja prósent kjósenda til að geta boðið sig fram. Um þá staðreynd að nú voru þrír frambjóðendur sem náðu ekki þriggja prósenta fylgi segir Björg: „Það sýnir að hefði verið gerð krafa um fleiri meðmælendur er ólíklegt að þeir frambjóðendur hefðu getað safnað nægilegum meðmælandafjölda. Kosningabaráttan hefði þá orðið allt öðruvísi, þá hefðu orðið færri frambjóðendur og mögulega hver með meira fylgi á bak við sig og hefði kannski verið markvissari. En þetta sýnir að þröskuldurinn til að bjóða sig fram hér á Íslandi er mjög lágur og ekki líklegur til að endurspegla endilega mikið landfylgi á bak við frambjóðendur til forsetakjörs."
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Sjá meira