Enski boltinn

Verthonghen á leið til Tottenham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Forráðamenn Ajax hafa viðurkennt að belgíski landsliðsmaðurinn Jan Verthonghen hafi líklega spilað sinn síðasta leik með liðinu. Hann sé á leið í ensku úrvalsdeildina.

Tottenham hefur lengi haft augastað á kappanum, sem og Arsenal. Samkvæmt enskum miðlum er nú líklegast að hann verði liðsfélagi Gylfa Þór Sigurðssonar hjá Tottenham.

Verthonghen er miðvörður sem er 25 ára gamall. Frank de Boer, stjóri Ajax, ákvað að velja hann ekki í liðið sem mætti Emmen í æfingaleik í dag. „Hugur hans er þegar í Lundúnum, þannig að við ákváðum að senda hann heim. Nú er aðeins beðið eftir að nokkur smáatriði verði afgreitt áður en þetta geti gengið í gegn," sagði hann.

Ajax sigraði æfingaleikinn, 5-0, og skoraði Kolbeinn Sigþórsson eitt marka sinna manna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×