Enski boltinn

Pardew: Ég vil halda Demba Ba

Stefán Hirst Friðriksson skrifar
Demba Ba kom til liðsins frá Hoffenheim árið 2011.
Demba Ba kom til liðsins frá Hoffenheim árið 2011.
Pardew: Ég vil halda Demba Ba

Alan Pardew, knattspyrnustjóri Newcastle, segist ætla að gera allt sem í sínu valdi sínu stendur til þess að halda Demba Ba hjá liðinu. Ba var frábær á sínu fyrsta tímabili með liðinu en hann skoraði 16 mörk í öllum keppnum og hefur verið orðaður við nokkur lið að undanförnu.

„Ég vil halda Ba hjá liðinu. Hann er leikmaður okkar og eina sem ég einblíni á er að sjá til þess að hann verði líka með okkur á næsta tímabili," sagði Pardew.

Ba er sagður vera með klásúlu í samning sínum sem gerir það að verkum að Newcastle verði að selja hann ef uppsett verð er borgað. Það er talið að ekki þurfi að borga meira en átta milljónir punda til þess að virkja klásúluna og næla sér í Ba. Tyrkneska liðið Galatasaray er sagt eitt margra liða sem hafa áhuga á þessum hæfileikaríka leikmanni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×