Enski boltinn

Fiorentina vill kaupa Chamakh

Svo gæti farið að framherjinn Marouane Chamakh yfirgefi herbúðir Arsenal á næstunni en ítalska félagið, Fiorentina, er búið að gera tilboð í hann.

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur staðfest að tilboð sé á borðinu.

Chamakh kom til Arsenal frítt frá Bordeaux síðasta sumarið 2010. Hann byrjaði nokkuð vel en síðan hefur fjarað algjörlega undan honum.

Hann skoraði 11 mörk á sínu fyrsta tímabili en skoraði aðeins eitt mark í 19 leikjum síðasta vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×