Innlent

"Næst banna kortafyrirtæki fólki að kaupa mjólk og bleyjur"

Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar
„Næsta skref er að kortafyrirtækin banni fólki að kaupa mjólk og bleyjur," segir annar eigandi Datacell um viðskiptabann Visa og Mastercard á Wikileaks. Aðalmeðferð fyrirtækisins gegn Valitor fór fram í dag.

Það var í desember 2010 sem öll helstu kortafyrirtæki heims, Visa, Mastercard, Bank of America, Western Union og Paypal ákváðu að loka á allar greiðslugáttir til uppljóstrunarsíðunnar Wikileaks eftir að síðan lak gríðarlegu magni upplýsinga um sendiráð Bandaríkjanna um allan heim.

Íslenska fyrirtækið Datacell sem var milliliður Wikileaks á Íslandi höfðaði í kjölfarið mál gegn Valitor og fór málflutningur fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

„Þetta hefur töluverða þýðingu fyrir okkur og líka korthafa, þetta snýst ekki bara um okkur og Wikileaks heldur eru kortafyrirtækin að ákveða í hvað fólk getur eytt peningunum. Þar sem Wikileaks hefur orðið uppvíst að neinu ólöglegu þá er næsta bara að banna þér að kaupa mjólk eða bleyjur með korti," segur Ólafur Sigurvinsson, rekstrarstjóri Datacell.

Mál Datacell gegn Visa er eitt af mörgum málum sem Wikileaks hefur verið að undirbúa víða um heim gegn kortafyrirtækjunum en Ólafur er viss um að dómurinn verði þeim í hag.

„Þetta er sama málið í raun og veru á móti íslensku fyrirtæki sem stoppaði þessa greiðslugátt. Og við erum með sambærilegt mál fyrir Evrópudómstól og í Danmörku líka. Ég á von á því að úrskurður héraðsdóms Reykjavíkur hafi fordæmi," segir Ólafur.

Lögmaður Datacell segir málið aðallega snúast um hvort að Valitor hafi vitað að greiðslugátt Datacell var notuð til að safna styrkjum fyrir Wikileaks en auk þess heldur Valitor fram að það að safna peningum fyrir þriðja aðila sé brot á skilmálum.

„Það skiptir máli hvort þeir hafi vitað það fyrirfram eða ekki," segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Datacell. „Við byggjum á því að þeir hafi vitað það fyrirfram en svo hafi stóri risinn úti í Evrópu slegið á puttana á þeim og bannað þeim þetta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×