"Ég hefði eins getað keypt fjandans bílinn“ Magnús Halldórsson skrifar 27. júní 2012 23:48 Jack Ass stjarnan Bam Margera hefur lent í ýmsum ævintýrum í dvöl sinni hér á landi, en hann þurfti meðal annars að greiða 1,2 milljónir króna vegna skemmda á bílaleigubíl sem hann var með á leigu. Fréttastofa rakst á hann á göngu á Hverfisgötu í dag, þar sem hann sagðist hafa málað bílinn. Bam Margera er þekktur fyrir uppátæki sín með Jack Ass genginu svonefnda, sem hefur framkvæmt brjálæðislega hluti, af ýmsu tagi, og tekið það upp á myndband. Fréttir um að Margera hefði lent í hremmingum á bílaleigubíl sem hann var með á leigu, vöktu nokkra athygli á Vísi.is í gær, og það var ekki annað á Margera að skilja en að hann hefði átt nokkuð viðburðaríka daga hér. „Ég hef komið hérna fimm sinnum og mér finnst það frábært. Ég ætlaði bara að vera hér í fimm daga en okkur líkaði svo vel hérna og ég hitti nokkra vini mína svo ég ákvað að vera lengur," segir Margera. Margera sagðist eiga erfitt með að átta sig á því hvernig hann fór að því að borga 1,2 milljónir fyrir bílaleigubíl. „Einhvern veginn þurfti ég að borga átta þúsund dali fyrir bílaleigubíl. Einhver bakkaði á hann og stakk svo af. Það var nú eitt. Svo sparkaði ég í hurðina af því ég var fúll eitt kvöldið. Svo var rispa á einum stað svo það þurfti að skipta um allt stykkið. Það var dæld aftan á honum og svo var ég að mála með olíulitum og þeir lentu úti um allt. Það var blá málning úti um allt í bílnum og ég var rukkaður fyrir öll sætin. Ég hefði eins getað keypt fjandans bílinn," sagði Margera.Keyptirðu hann? spurði þá fréttamaður. „Þetta voru 1,2 milljónir króna. Það var miðnætti og lögreglan lamdi á dyrnar á hótelinu því hún fann bílinn. Hún sagði að ég hefði stolið honum því ég skilaði honum ekki á réttum tíma," sagði Margera og hló. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Jack Ass stjarnan Bam Margera hefur lent í ýmsum ævintýrum í dvöl sinni hér á landi, en hann þurfti meðal annars að greiða 1,2 milljónir króna vegna skemmda á bílaleigubíl sem hann var með á leigu. Fréttastofa rakst á hann á göngu á Hverfisgötu í dag, þar sem hann sagðist hafa málað bílinn. Bam Margera er þekktur fyrir uppátæki sín með Jack Ass genginu svonefnda, sem hefur framkvæmt brjálæðislega hluti, af ýmsu tagi, og tekið það upp á myndband. Fréttir um að Margera hefði lent í hremmingum á bílaleigubíl sem hann var með á leigu, vöktu nokkra athygli á Vísi.is í gær, og það var ekki annað á Margera að skilja en að hann hefði átt nokkuð viðburðaríka daga hér. „Ég hef komið hérna fimm sinnum og mér finnst það frábært. Ég ætlaði bara að vera hér í fimm daga en okkur líkaði svo vel hérna og ég hitti nokkra vini mína svo ég ákvað að vera lengur," segir Margera. Margera sagðist eiga erfitt með að átta sig á því hvernig hann fór að því að borga 1,2 milljónir fyrir bílaleigubíl. „Einhvern veginn þurfti ég að borga átta þúsund dali fyrir bílaleigubíl. Einhver bakkaði á hann og stakk svo af. Það var nú eitt. Svo sparkaði ég í hurðina af því ég var fúll eitt kvöldið. Svo var rispa á einum stað svo það þurfti að skipta um allt stykkið. Það var dæld aftan á honum og svo var ég að mála með olíulitum og þeir lentu úti um allt. Það var blá málning úti um allt í bílnum og ég var rukkaður fyrir öll sætin. Ég hefði eins getað keypt fjandans bílinn," sagði Margera.Keyptirðu hann? spurði þá fréttamaður. „Þetta voru 1,2 milljónir króna. Það var miðnætti og lögreglan lamdi á dyrnar á hótelinu því hún fann bílinn. Hún sagði að ég hefði stolið honum því ég skilaði honum ekki á réttum tíma," sagði Margera og hló.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira