Viðskiptabann á Íslendinga ef ekki verður samið fljótlega Þorbjörn Þórðarson skrifar 14. maí 2012 12:00 María Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB. María Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, segir að ef ekki næst samkomulag í makríldeilunni fljótlega muni Evrópusambandið setja á viðskiptabann á fiskinnflutning Íslendinga og Færeyja. Damanaki segir í viðtali við vefútgáfu breska blaðsins The Grocer, að til þessa hafi framkvæmdastjórn ESB ekki getað gripið til aðgerða gegn Íslendingum og Færeyingum þar sem skort hafi lagaheimildir til þess. Ríkin hafa nú í nokkur ár átt í viðræðum við Evrópusambandið og Noreg vegna makrílveiðanna, eða síðan stofninn fór að leita norður á bóginn í stórum stíl.Hafa leikið einleik og engan samstarfsvilja sýnt Damanaki segir við The Grocer að Ísland og Færeyjar hafi leikið einleik og ákveðið einhliða kvóta fyrir makrílinn og engan samstarfsvilja sýnt. Ákvarðanir ríkjanna um veiðar byggist ekki á vísindalegum grunni. Hún segir að ef ekki náist samkomulag fljótlega við ríkin um lausn á makríldeilunni hafi framkvæmdastjórn ESB engan annan kost en að bregðast við. Sjávarútvegsnefnd Evrópuþingsins hefur haft reglugerð um viðskiptabann til umfjöllunar, eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Reglugerðin veitir Evrópusambandinu heimildir til að grípa til aðgerða gagnvart ríkjum sem ekki hafa sýnt vilja til samstarfs við innleiðingu á samþykktum um hlutdeild í stofnum. Reglugerðin mun ekki aðeins heimila löndunarbann á íslensk og færeysk skip heldur einnig takmarka innflutning á sjávarafurðum frá þessum ríkjum til ríkja Evrópusambandsins.Myndi brjóta gegn fjórfrelsinu Fyrirhuguð reglugerð hefur legið undir gagnrýni þegar þar sem hún brjóti gegn einni af fjórum grunnstoðum EES-samningsins, reglunni um frjálsan vöruflutning. Mikill þrýstingur hefur verið á íslenska ríkinu vegna málsins en á fimm árum, frá 2006 til 2011, hafa veiðar Íslendinga á makríl farið úr núll tonnum í 156 þúsund tonn. Veiðar Færeyinga hafa verið svipaðar, um 150 þúsund tonn í fyrra. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Sjá meira
María Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, segir að ef ekki næst samkomulag í makríldeilunni fljótlega muni Evrópusambandið setja á viðskiptabann á fiskinnflutning Íslendinga og Færeyja. Damanaki segir í viðtali við vefútgáfu breska blaðsins The Grocer, að til þessa hafi framkvæmdastjórn ESB ekki getað gripið til aðgerða gegn Íslendingum og Færeyingum þar sem skort hafi lagaheimildir til þess. Ríkin hafa nú í nokkur ár átt í viðræðum við Evrópusambandið og Noreg vegna makrílveiðanna, eða síðan stofninn fór að leita norður á bóginn í stórum stíl.Hafa leikið einleik og engan samstarfsvilja sýnt Damanaki segir við The Grocer að Ísland og Færeyjar hafi leikið einleik og ákveðið einhliða kvóta fyrir makrílinn og engan samstarfsvilja sýnt. Ákvarðanir ríkjanna um veiðar byggist ekki á vísindalegum grunni. Hún segir að ef ekki náist samkomulag fljótlega við ríkin um lausn á makríldeilunni hafi framkvæmdastjórn ESB engan annan kost en að bregðast við. Sjávarútvegsnefnd Evrópuþingsins hefur haft reglugerð um viðskiptabann til umfjöllunar, eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Reglugerðin veitir Evrópusambandinu heimildir til að grípa til aðgerða gagnvart ríkjum sem ekki hafa sýnt vilja til samstarfs við innleiðingu á samþykktum um hlutdeild í stofnum. Reglugerðin mun ekki aðeins heimila löndunarbann á íslensk og færeysk skip heldur einnig takmarka innflutning á sjávarafurðum frá þessum ríkjum til ríkja Evrópusambandsins.Myndi brjóta gegn fjórfrelsinu Fyrirhuguð reglugerð hefur legið undir gagnrýni þegar þar sem hún brjóti gegn einni af fjórum grunnstoðum EES-samningsins, reglunni um frjálsan vöruflutning. Mikill þrýstingur hefur verið á íslenska ríkinu vegna málsins en á fimm árum, frá 2006 til 2011, hafa veiðar Íslendinga á makríl farið úr núll tonnum í 156 þúsund tonn. Veiðar Færeyinga hafa verið svipaðar, um 150 þúsund tonn í fyrra.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Sjá meira