Söngkonan Donna Summer lést í Flórída í gær, 63 ára gömul, eftir harða baráttu við lungnakrabbamein undanfarna tíu mánuði. Hún hélt veikindum sínum leyndum fyrir öllum nema eiginmanni sínum, Bruce Sudano, og þremur börnum.
Donna sem var fimmfaldur Grammy verðlaunahafi söng nokkra heimsþekkta diskóslagara eins og "Last Dance," "Hot Stuff," "Bad Girls", "She Works Hard for the Money" og "This Time I Know It's Real."
