Sport

Einar Daði keppir í tugþraut á Ítalíu um helgina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Einar Daði Lárusson.
Einar Daði Lárusson.
Einar Daði Lárusson, tugþrautarkappi úr ÍR, er á leiðinni til Ítalíu þar sem hann keppnir á stigamóti IAAF í tugþraut um helgina. Einar Daði mun þar reyna við lágmörkin inn á Ólympíuleikana í London og EM í Finnlandi.

Einar Daði keppnir þarna á Multistar tugþrautarmótinu á Ítalíu, sem er eitt af stigamótum IAAF - Alþjóða frjálsíþróttasambandsins. 22 keppendur eru skráðir til leiks, þar af hafa fimm keppendur náð 8000 stigum eða meira.

Einar Daði á best 7587 stig síðan 16. júní 2011 en sá árangur er þriðji best árangur Íslendings frá upphafi. Það eru aðeins Jón Arnar Magnússon og Þráinn Hafsteinsson, aðalþjálfari Einars Daða, sem eiga betri árangur af íslenskum tugþrautarmönnum.

Jón Arnar á best 8573 stig sem jafnframt er Íslandsmet (30. maí 1998) og Þráinn á best 7592 stig (11. maí 1983). Jón Arnar keppti á Ólympíuleikum í Atlanta árið 1996 og í Sydney árið 2000. Lágmarkið á Ólympíuleikana í London er 7950 stig og lágmarkið fyrir EM í Finnlandi er 7800 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×