Chicago verður með heimaleikjaréttinn í gegnum alla úrslitakeppnina í Austurdeildinni og er liðið til alls líklegt. Í nótt lagði Chicago lið Indiana á útivelli 92-87 og er Chicago með sama vinningshlutfall og San Antonio Spurs sem er í efsta sæti Vesturdeildar. Derrick Rose hafði hægt um sig í liði Chicago en hann skoraði aðeins 10 stig en gaf 7 stoðsendingar.
Taphrina Charlotte Bobcats, sem er í eigu Michael Jordan, heldur áfram. Í nótt tapaði liðið 102-95 á útivelli gegn Orlando. Charlotte á einn leik eftir á tímabilinu og ef liðið nær ekki að landa sigri þar verður það með lélegasta vinningshlutfall allra tíma í NBA deildinni. Charlotte hefur aðeins unnð 7 leik í vetur en tapað 58 og er með 10,8% vinningshlutfall. Síðasti leikur Charlotte er gegn new York á útivelli. Philadelphia 76'ers var með 11% vinningshlutfall veturinn 1972-193 en liðið vann aðeins 9 leiki á því tímabil og tapaði 73.
Úrslit:
Indiana – Chicago 92-87
Cleveland - Washington 85-96
Orlando – Charlotte 102-95
Milwaukee – Philadelphia 85-90
New York – LA Clippers 99-93
Oklahoma – Denver 101-106
Phoenix – San Antonio 106-110
