Ætlaði ekki að skrifa skvísubók 28. apríl 2012 23:00 Sólveig Jónsdóttir. Rithöfundurinn og blaðamaðurinn Sólveig Jónsdóttir hefur sent frá sér sína fyrstu skáldsögu, Korter, sem fjallar um fjórar ungar konur í Reykjavík. Hún sagði Kjartani Guðmundssyni frá uppvexti í sveit, námi og starfi í Skotlandi og sínum næstu skrefum. „Mér hefur alltaf þótt mjög gaman að skrifa. Í skóla hafði ég til dæmis mikla ánægju af því að semja sögur og vissi svo sem vel að ég hefði þetta í mér, en það tók mig í raun fáránlega langan tíma að fatta að ég gæti gert skriftirnar að lifibrauði," segir rithöfundurinn og blaðamaðurinn Sólveig Jónsdóttir, sem sendi frá sér sína fyrstu skáldsögu, Korter, í síðustu viku.Hef verið í svipuðum sporum Titillinn Korter vísar í kaffihús í Bankastrætinu sem aðalpersónurnar fjórar, Hervör, Karen, Mía og Silja (sem allar eru á rokkstjörnualdrinum fræga, 27 ára) tengjast á einn eða annan hátt. Þær þekkjast ekki, eiga ekkert sameiginlegt fyrir utan kaffihúsið (og neikvæða reynslu í ástamálum eins og gengur) og því er í raun um að ræða sjálfstæða sögu hverrar og einnar. Líf þeirra púslast þó saman á fyrstu þremur mánuðum ársins 2008 auk þess sem flakkað er fram og aftur í tíma. Þetta er sem sagt Reykjavíkursaga? „Já, en reyndar færist sagan líka stuttlega upp á Skaga. Ég kem úr sveit í nágrenni Akraness og þekki því vel til á þeim slóðum, en í grunninn er sögusviðið Reykjavík í aðdraganda hrunsins. Það fer þó lítið fyrir góðærinu þar sem stelpurnar eiga engan pening, skulda námslán og vita ekkert hvað þær eiga að gera. Þessar aðstæður tengi ég við því ég hef verið í svipuðum sporum. Persónurnar eiga sér þó ekki beina stoð í raunveruleikanum, ekki nema hugsanlega einstaka taktar frá fólki sem ég hef hitt í gegnum tíðina." Rætt hefur verið um Korter sem skvísubókmenntir, eða skutlubókmenntir, sem á ensku er kallað „chic lit". Á slík hólfun við rök að styðjast að þínu mati? „Ég hafði það alls ekki í huga þegar ég skrifaði bókina. Í raun kom sú tenging aðeins til á seinni stigum, í sambandi við kynningarmál og slíkt. En þetta truflar mig lítið. Mér finnst eins og oft sé gert lítið úr þessum svokölluðu „chic lit"-bókum, en ég er á þeirri skoðun að konur megi hafa áhuga á pólitík, listum, menningu, varalit og tísku og ekki eigi að gera lítið úr neinu af þessu. Það eru jafn margar karlpersónur og kvenpersónur í bókinni, þótt konurnar séu í forgrunni, enda á ég auðveldara með að setja sjálfa mig í þeirra spor. Líklega er best að lesendur dæmi hreinlega sjálfir hvort Korter sé skvísubók eða ekki. Ég hef verið spurð að því hvort strákar megi lesa bókina og svara því auðvitað játandi. Hver sem er má lesa hvaða þá bók sem hann vill. Afi minn sem er níræður keypti sér bókina og er að lesa hana núna. Og finnst hún skemmtileg. Í rauninni fjallar þessi bók um samskipti fólks, miklu heldur en um konur."Strákastelpa með úfið hár Eins og vikið var að ólst Sólveig upp í nágrenni Akraness, nánar tiltekið á bænum Galtarholti í Hvalfjarðarsveit, þar sem hún gekk í sveitaskóla, stundaði frjálsar íþróttir grimmt, safnaði körfuboltamyndum og gengst við að hafa verið óvenju athafnasamt barn. Þú segist ábyggilega hafa verið frekar leiðinlegt barn? „Já, því ég var alltaf úti um allt, labbaði aldrei heldur hljóp og var strákastelpa með úfið hár. En það var bara fínt, enda nægur tími til að reyna að vera einhver gella síðar. Það var ómetanlegt að fá að alast upp í sveit, en ég flutti á heimavist á Akranesi þegar ég byrjaði í Fjölbrautaskóla Vesturlands og svo flutti ég til Reykjavíkur þegar ég fór í stjórnmálafræði í Háskólanum. Að því námi loknu flutti ég til Dyflinn í Írlandi og var þar að leika mér í hálft ár, en þegar ég kom aftur heim fékk ég vinnu við að skrifa fyrir tímaritið Gestgjafann, enda hef ég alltaf haft mikinn áhuga á mat og vann meðal annars lengi í veiðihúsi við eldamennsku. Smám saman fór ég að skrifa fyrir fleiri tímarit innan útgáfufélagsins Fróða, sem nú heitir Birtingur, og í dag er ég í fullri vinnu sem blaðamaður á Nýju lífi. Ég bý í Vesturbænum og er mjög lukkuleg með það, sérstaklega vegna þess að ég sé yfir til Akraness út um gluggann minn."Á leiðinni til Bosníu Í millitíðinni laukstu mastersprófi í Nationalism Studies, sem snýst um þjóðernishyggju og þjóðernisátök, frá Edinborgarháskóla. Hvernig var dvölin í Skotlandi? „Hún var mjög skemmtileg, þótt mig gruni að ég hafi kannski „Bretað" yfir mig eftir dvölina í Dublin og Edinborg því ég var afar tilbúin að flytja aftur heim til Íslands á síðasta ári. Í náminu sérhæfðum við okkur frekar fljótlega eftir að hafa kynnst helstu kenningum og ég einbeitti mér að því að kanna hvað verður til þess að þjóðernishyggja vindur upp á sig, verður að þjóðernisátökum og svo jafnvel að þjóðernishreinsunum. Þetta var mjög þungt og átakanlegt námsefni. Í stjórnmálafræðinni hérna heima var ég vön að fara yfir glósur dagsins uppi í rúmi á kvöldin, en það gat ég hreinlega ekki gert úti í Edinborg. En þess þá heldur er ástæða til þess að fræðast um þessi mál því svona atburðir endurtaka sig sífellt. Eðlilega skipaði síðara Balkanstríðið, sem hófst fyrir tuttugu árum í vor, stóran sess í náminu og ég ætla að heimsækja Bosníu núna í lok maí." Í hvaða tilgangi ferðu til Bosníu? „Fyrst og fremst langar mig til að skoða hvernig íbúarnir hafa það núna, kanna hvað hefur verið gert innan svæðisins og eins á hvaða hátt alþjóðastofnanir aðhafast. Mig langar að vita meira um ástandið og skrifa um það. Ég neita því ekki að ég er örlítið stressuð, aðallega vegna þess að ég veit ekki hvernig á að nálgast fólkið, hvort nokkur hafi yfirhöfuð áhuga á að ræða þessi mál við blaðamann. Sjálf kem ég úr svo vernduðu umhverfi miðað við þennan ólýsanlega hrylling. Sarajevó var umsetin af leyniskyttum í þrjú ár og íbúarnir komust ekki til að ná í mjólk meðan ég var að hlusta á Siggu Beinteins og Stjórnina hérna á Íslandi. En þetta verður áhugavert og ég hlakka líka til. Það verður túlkur með mér megnið af tímanum en ég hef líka aðeins verið að læra albönsku, þar sem mér skilst að einna helst sé hægt að redda sér á henni."Stofnaði fyrirtæki í Skotlandi Námið var þó aðeins hluti af dvöl Sólveigar í Edinborg, en að því loknu réðst hún út í stofnun fyrirtækis í borginni. „Ég var að vinna á kaffihúsinu Rocket og ákvað, ásamt eigandanum Graeme Stark, að stofna veisluþjónustu sem við nefndum Rocket Out. Við sáum um hvers kyns veislur og mannfagnaði, stóra og litla, og gekk vel þótt maður græði ekki mikla peninga fyrstu árin með nýtt fyrirtæki. Það er heljarinnar vinna að stofna fyrirtæki í útlöndum. Ég fékk til mín hnausþykkar möppur frá bankanum og endurskoðandanum og vinnudagarnir voru ansi langir, oft kannski 17 eða 18 tímar, en þetta var mjög gaman. Að lokum uppgötvaði ég þó að rekstur veisluþjónustu í Skotlandi væri ekki það sem ég vildi helst gera í lífinu. Graeme keypti minn hlut og rekur fyrirtækið enn með góðum árangri."Byrjuð á nýrri bók Hvað tekur svo við hjá þér í kjölfar útgáfu fyrstu skáldsögunnar? „Ég er mjög ánægð í starfi mínu sem blaðamaður, en mig langar líka mikið til að verða rithöfundur að aðalstarfi. Ég er byrjuð á nýrri bók, en umfjöllunarefni hennar tengist einmitt menntun minni. Sagan gerist á Írlandi í nútímanum, en hverfur líka við og við aftur til umbrotatímanna í landinu á áttunda og níunda áratugnum í tengslum við blóðuga sunnudaginn, hungurverkföllin, Bobby Sands og fleira. Nánast allir vinir mínir úti í Edinborg eru Írar, flestir þeirra Norður-Írar, og þar á meðal besta vinkona mín sem kemur frá Londonderry. Hún kemur úr blandaðri fjölskyldu, föðurfjölskyldan er mótmælendatrúar og móðurfjölskyldan kaþólsk, og tengist inn í fjölskyldu eins fórnarlambs Blóðuga sunnudagsins, og þannig hef ég fengið nokkuð ítarlegar upplýsingar um það hvað gekk á, hvernig írski lýðveldisherinn virkar og þar fram eftir götunum. Ég hef mikinn áhuga á þessum hlutum, en eins og staðan er í dag er ég bara að vinna að þessari bók og veit ekki hvenær ég lýk við hana eða hvort eða hvenær hún kemur út." Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Fimm karlmenn handteknir eftir byssuskot Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira
Rithöfundurinn og blaðamaðurinn Sólveig Jónsdóttir hefur sent frá sér sína fyrstu skáldsögu, Korter, sem fjallar um fjórar ungar konur í Reykjavík. Hún sagði Kjartani Guðmundssyni frá uppvexti í sveit, námi og starfi í Skotlandi og sínum næstu skrefum. „Mér hefur alltaf þótt mjög gaman að skrifa. Í skóla hafði ég til dæmis mikla ánægju af því að semja sögur og vissi svo sem vel að ég hefði þetta í mér, en það tók mig í raun fáránlega langan tíma að fatta að ég gæti gert skriftirnar að lifibrauði," segir rithöfundurinn og blaðamaðurinn Sólveig Jónsdóttir, sem sendi frá sér sína fyrstu skáldsögu, Korter, í síðustu viku.Hef verið í svipuðum sporum Titillinn Korter vísar í kaffihús í Bankastrætinu sem aðalpersónurnar fjórar, Hervör, Karen, Mía og Silja (sem allar eru á rokkstjörnualdrinum fræga, 27 ára) tengjast á einn eða annan hátt. Þær þekkjast ekki, eiga ekkert sameiginlegt fyrir utan kaffihúsið (og neikvæða reynslu í ástamálum eins og gengur) og því er í raun um að ræða sjálfstæða sögu hverrar og einnar. Líf þeirra púslast þó saman á fyrstu þremur mánuðum ársins 2008 auk þess sem flakkað er fram og aftur í tíma. Þetta er sem sagt Reykjavíkursaga? „Já, en reyndar færist sagan líka stuttlega upp á Skaga. Ég kem úr sveit í nágrenni Akraness og þekki því vel til á þeim slóðum, en í grunninn er sögusviðið Reykjavík í aðdraganda hrunsins. Það fer þó lítið fyrir góðærinu þar sem stelpurnar eiga engan pening, skulda námslán og vita ekkert hvað þær eiga að gera. Þessar aðstæður tengi ég við því ég hef verið í svipuðum sporum. Persónurnar eiga sér þó ekki beina stoð í raunveruleikanum, ekki nema hugsanlega einstaka taktar frá fólki sem ég hef hitt í gegnum tíðina." Rætt hefur verið um Korter sem skvísubókmenntir, eða skutlubókmenntir, sem á ensku er kallað „chic lit". Á slík hólfun við rök að styðjast að þínu mati? „Ég hafði það alls ekki í huga þegar ég skrifaði bókina. Í raun kom sú tenging aðeins til á seinni stigum, í sambandi við kynningarmál og slíkt. En þetta truflar mig lítið. Mér finnst eins og oft sé gert lítið úr þessum svokölluðu „chic lit"-bókum, en ég er á þeirri skoðun að konur megi hafa áhuga á pólitík, listum, menningu, varalit og tísku og ekki eigi að gera lítið úr neinu af þessu. Það eru jafn margar karlpersónur og kvenpersónur í bókinni, þótt konurnar séu í forgrunni, enda á ég auðveldara með að setja sjálfa mig í þeirra spor. Líklega er best að lesendur dæmi hreinlega sjálfir hvort Korter sé skvísubók eða ekki. Ég hef verið spurð að því hvort strákar megi lesa bókina og svara því auðvitað játandi. Hver sem er má lesa hvaða þá bók sem hann vill. Afi minn sem er níræður keypti sér bókina og er að lesa hana núna. Og finnst hún skemmtileg. Í rauninni fjallar þessi bók um samskipti fólks, miklu heldur en um konur."Strákastelpa með úfið hár Eins og vikið var að ólst Sólveig upp í nágrenni Akraness, nánar tiltekið á bænum Galtarholti í Hvalfjarðarsveit, þar sem hún gekk í sveitaskóla, stundaði frjálsar íþróttir grimmt, safnaði körfuboltamyndum og gengst við að hafa verið óvenju athafnasamt barn. Þú segist ábyggilega hafa verið frekar leiðinlegt barn? „Já, því ég var alltaf úti um allt, labbaði aldrei heldur hljóp og var strákastelpa með úfið hár. En það var bara fínt, enda nægur tími til að reyna að vera einhver gella síðar. Það var ómetanlegt að fá að alast upp í sveit, en ég flutti á heimavist á Akranesi þegar ég byrjaði í Fjölbrautaskóla Vesturlands og svo flutti ég til Reykjavíkur þegar ég fór í stjórnmálafræði í Háskólanum. Að því námi loknu flutti ég til Dyflinn í Írlandi og var þar að leika mér í hálft ár, en þegar ég kom aftur heim fékk ég vinnu við að skrifa fyrir tímaritið Gestgjafann, enda hef ég alltaf haft mikinn áhuga á mat og vann meðal annars lengi í veiðihúsi við eldamennsku. Smám saman fór ég að skrifa fyrir fleiri tímarit innan útgáfufélagsins Fróða, sem nú heitir Birtingur, og í dag er ég í fullri vinnu sem blaðamaður á Nýju lífi. Ég bý í Vesturbænum og er mjög lukkuleg með það, sérstaklega vegna þess að ég sé yfir til Akraness út um gluggann minn."Á leiðinni til Bosníu Í millitíðinni laukstu mastersprófi í Nationalism Studies, sem snýst um þjóðernishyggju og þjóðernisátök, frá Edinborgarháskóla. Hvernig var dvölin í Skotlandi? „Hún var mjög skemmtileg, þótt mig gruni að ég hafi kannski „Bretað" yfir mig eftir dvölina í Dublin og Edinborg því ég var afar tilbúin að flytja aftur heim til Íslands á síðasta ári. Í náminu sérhæfðum við okkur frekar fljótlega eftir að hafa kynnst helstu kenningum og ég einbeitti mér að því að kanna hvað verður til þess að þjóðernishyggja vindur upp á sig, verður að þjóðernisátökum og svo jafnvel að þjóðernishreinsunum. Þetta var mjög þungt og átakanlegt námsefni. Í stjórnmálafræðinni hérna heima var ég vön að fara yfir glósur dagsins uppi í rúmi á kvöldin, en það gat ég hreinlega ekki gert úti í Edinborg. En þess þá heldur er ástæða til þess að fræðast um þessi mál því svona atburðir endurtaka sig sífellt. Eðlilega skipaði síðara Balkanstríðið, sem hófst fyrir tuttugu árum í vor, stóran sess í náminu og ég ætla að heimsækja Bosníu núna í lok maí." Í hvaða tilgangi ferðu til Bosníu? „Fyrst og fremst langar mig til að skoða hvernig íbúarnir hafa það núna, kanna hvað hefur verið gert innan svæðisins og eins á hvaða hátt alþjóðastofnanir aðhafast. Mig langar að vita meira um ástandið og skrifa um það. Ég neita því ekki að ég er örlítið stressuð, aðallega vegna þess að ég veit ekki hvernig á að nálgast fólkið, hvort nokkur hafi yfirhöfuð áhuga á að ræða þessi mál við blaðamann. Sjálf kem ég úr svo vernduðu umhverfi miðað við þennan ólýsanlega hrylling. Sarajevó var umsetin af leyniskyttum í þrjú ár og íbúarnir komust ekki til að ná í mjólk meðan ég var að hlusta á Siggu Beinteins og Stjórnina hérna á Íslandi. En þetta verður áhugavert og ég hlakka líka til. Það verður túlkur með mér megnið af tímanum en ég hef líka aðeins verið að læra albönsku, þar sem mér skilst að einna helst sé hægt að redda sér á henni."Stofnaði fyrirtæki í Skotlandi Námið var þó aðeins hluti af dvöl Sólveigar í Edinborg, en að því loknu réðst hún út í stofnun fyrirtækis í borginni. „Ég var að vinna á kaffihúsinu Rocket og ákvað, ásamt eigandanum Graeme Stark, að stofna veisluþjónustu sem við nefndum Rocket Out. Við sáum um hvers kyns veislur og mannfagnaði, stóra og litla, og gekk vel þótt maður græði ekki mikla peninga fyrstu árin með nýtt fyrirtæki. Það er heljarinnar vinna að stofna fyrirtæki í útlöndum. Ég fékk til mín hnausþykkar möppur frá bankanum og endurskoðandanum og vinnudagarnir voru ansi langir, oft kannski 17 eða 18 tímar, en þetta var mjög gaman. Að lokum uppgötvaði ég þó að rekstur veisluþjónustu í Skotlandi væri ekki það sem ég vildi helst gera í lífinu. Graeme keypti minn hlut og rekur fyrirtækið enn með góðum árangri."Byrjuð á nýrri bók Hvað tekur svo við hjá þér í kjölfar útgáfu fyrstu skáldsögunnar? „Ég er mjög ánægð í starfi mínu sem blaðamaður, en mig langar líka mikið til að verða rithöfundur að aðalstarfi. Ég er byrjuð á nýrri bók, en umfjöllunarefni hennar tengist einmitt menntun minni. Sagan gerist á Írlandi í nútímanum, en hverfur líka við og við aftur til umbrotatímanna í landinu á áttunda og níunda áratugnum í tengslum við blóðuga sunnudaginn, hungurverkföllin, Bobby Sands og fleira. Nánast allir vinir mínir úti í Edinborg eru Írar, flestir þeirra Norður-Írar, og þar á meðal besta vinkona mín sem kemur frá Londonderry. Hún kemur úr blandaðri fjölskyldu, föðurfjölskyldan er mótmælendatrúar og móðurfjölskyldan kaþólsk, og tengist inn í fjölskyldu eins fórnarlambs Blóðuga sunnudagsins, og þannig hef ég fengið nokkuð ítarlegar upplýsingar um það hvað gekk á, hvernig írski lýðveldisherinn virkar og þar fram eftir götunum. Ég hef mikinn áhuga á þessum hlutum, en eins og staðan er í dag er ég bara að vinna að þessari bók og veit ekki hvenær ég lýk við hana eða hvort eða hvenær hún kemur út."
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Fimm karlmenn handteknir eftir byssuskot Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira