Gagnrýna skort á samráði og lýðræðislegum vinnubrögðum 29. apríl 2012 15:58 Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksin og Vinstri grænna eru ósáttir við tillögur meirihluta borgarstjórnar um skipulagsbreytingar á nokkrum fagsviðum borgarinnar. Í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum segir að tillögur þessar hafi ekki fengið neina efnislega meðferð hjá borgarstjórn, og séu því enn eitt dæmið um þann algjöra skort á samráði og lýðræðislegum vinnubrögðum sem einkennir störf núverandi meirihluta. Þá lögðu flokkarnir tveir fram sameiginlega bókun á síðasta borgarráðsfundi þar sem hagræðingaraðgerðir meirihlutans voru gagnrýndar og sagðar hafa verið lagðar fram án þess að hafa fengið eðlilega umfjöllun í fagráðum, borgarráði eða stjórnkerfisnefnd sem hefur það hlutverk að undirbúa slíkar breytingar. Hægt er að lesa bókunina hér fyrir neðan.Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna bókuðu með eftirfarandi hætti á fundinum:Hjá núverandi meirihluta er það orðin regla að stórar ákvarðanir séu teknar án nokkurs samráðs við íbúa, starfsfólk eða kjörna fulltrúa. Þessi vinnubrögð þekkja íbúar úr skólastarfi, starfsfólk úr vinnu vegna hagræðingar og í borgarstjórn hefur samstarf eða vilji til sameiginlegrar niðurstöðu aldrei verið minni. Það skrifast alfarið og einungis á núverandi meirihluta, sem í byrjun skýrði ólýðræðisleg vinnubrögð sín með reynsluleysi en getur nú þegar kjörtímabilið er hálfnað ekki skýrst af neinu öðru en viljaleysi.Nú eru lagðar fram í borgarráði tillögur að breytingum á stjórnkerfi borgarinnar, án þess að þær tillögur hafi fengið eðlilega umfjöllun í fagráðum, borgarráði eða stjórnkerfisnefnd sem hefur það hlutverk að undirbúa slíkar breytingar. Sú nefnd hefur ekki verið boðuð til fundar frá því í desember eða fjóra mánuði, en á sama tíma hefur meirihlutinn unnið þessar tillögur án aðkomu frá kjörnum fulltrúum minnihlutans. Þannig hefur meirihlutinn bæði vikið frá þeim ákvæðum í samþykktum borgarinnar sem fjalla um verkefni stjórnkerfisnefndar og frá því farsæla vinnulagi að fulltrúar allra flokka eigi aðkomu að breytingu á stjórnkerfi borgarinnar.Hvað varðar þær tillögur sem nú hafa verið lagðar fram, eru fulltrúar minnihlutans fyrst að sjá þær nú og geta því ekki tjáð sig um þær efnislega. Óljóst er hvort nokkur fjárhagslegur ávinningur hlýst af þessum breytingum, en frekari upplýsinga um það og aðra hagræðingu verður óskað á vettvangi stjórnkerfisnefndar.Sú þróun sem orðin er að venju á vettvangi borgarstjórnar er slæm fyrir lýðræðið, slæm fyrir íbúa og slæm fyrir Reykjavík. Sá endalausi afsláttur sem gefinn er á lýðræðislegum vinnubrögðum á vettvangi borgarstjórnar er alfarið á ábyrgð meirihlutans, en skaðar hagsmuni borgarbúa og stjórnmálin almennt. Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksin og Vinstri grænna eru ósáttir við tillögur meirihluta borgarstjórnar um skipulagsbreytingar á nokkrum fagsviðum borgarinnar. Í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum segir að tillögur þessar hafi ekki fengið neina efnislega meðferð hjá borgarstjórn, og séu því enn eitt dæmið um þann algjöra skort á samráði og lýðræðislegum vinnubrögðum sem einkennir störf núverandi meirihluta. Þá lögðu flokkarnir tveir fram sameiginlega bókun á síðasta borgarráðsfundi þar sem hagræðingaraðgerðir meirihlutans voru gagnrýndar og sagðar hafa verið lagðar fram án þess að hafa fengið eðlilega umfjöllun í fagráðum, borgarráði eða stjórnkerfisnefnd sem hefur það hlutverk að undirbúa slíkar breytingar. Hægt er að lesa bókunina hér fyrir neðan.Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna bókuðu með eftirfarandi hætti á fundinum:Hjá núverandi meirihluta er það orðin regla að stórar ákvarðanir séu teknar án nokkurs samráðs við íbúa, starfsfólk eða kjörna fulltrúa. Þessi vinnubrögð þekkja íbúar úr skólastarfi, starfsfólk úr vinnu vegna hagræðingar og í borgarstjórn hefur samstarf eða vilji til sameiginlegrar niðurstöðu aldrei verið minni. Það skrifast alfarið og einungis á núverandi meirihluta, sem í byrjun skýrði ólýðræðisleg vinnubrögð sín með reynsluleysi en getur nú þegar kjörtímabilið er hálfnað ekki skýrst af neinu öðru en viljaleysi.Nú eru lagðar fram í borgarráði tillögur að breytingum á stjórnkerfi borgarinnar, án þess að þær tillögur hafi fengið eðlilega umfjöllun í fagráðum, borgarráði eða stjórnkerfisnefnd sem hefur það hlutverk að undirbúa slíkar breytingar. Sú nefnd hefur ekki verið boðuð til fundar frá því í desember eða fjóra mánuði, en á sama tíma hefur meirihlutinn unnið þessar tillögur án aðkomu frá kjörnum fulltrúum minnihlutans. Þannig hefur meirihlutinn bæði vikið frá þeim ákvæðum í samþykktum borgarinnar sem fjalla um verkefni stjórnkerfisnefndar og frá því farsæla vinnulagi að fulltrúar allra flokka eigi aðkomu að breytingu á stjórnkerfi borgarinnar.Hvað varðar þær tillögur sem nú hafa verið lagðar fram, eru fulltrúar minnihlutans fyrst að sjá þær nú og geta því ekki tjáð sig um þær efnislega. Óljóst er hvort nokkur fjárhagslegur ávinningur hlýst af þessum breytingum, en frekari upplýsinga um það og aðra hagræðingu verður óskað á vettvangi stjórnkerfisnefndar.Sú þróun sem orðin er að venju á vettvangi borgarstjórnar er slæm fyrir lýðræðið, slæm fyrir íbúa og slæm fyrir Reykjavík. Sá endalausi afsláttur sem gefinn er á lýðræðislegum vinnubrögðum á vettvangi borgarstjórnar er alfarið á ábyrgð meirihlutans, en skaðar hagsmuni borgarbúa og stjórnmálin almennt.
Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira