Borgarstjóradóttir í dúndur formi 23. mars 2012 11:00 mynd/Valli Borgarstjóradóttirin Margrét Edda Gnarr, 23 ára, hefur náð góðum árangri á mörgum sviðum þrátt fyrir ungan aldur, m.a. í söng, taekwondo og nú síðast í fitness. Hún náði 4. sæti í D-flokki á Arnold Classic fitness- og vaxtarræktarmóti í Bandaríkjunum á dögunum. Menntun þín? Ég lærði söng í Söngskólanum í Reykjavík. Það var ekki alveg í boði fyrir mig að fara í menntaskóla því ég var pínu vandræðagemsi þegar ég var yngri og flutti að heiman þegar ég var 17 ára gömul. Ég byrjaði á almennri braut í Iðnskólanum í Reykjavík. Ég kláraði eina önn og fór svo að vinna. Ég hef öðlast mikla lífsreynslu. Fjölskylduhagir? Mamma, Anna Karen Káradóttir, og pabbi, Jón Gnarr, skildu þegar ég var 10 ára. Ég bjó í nokkur ár hjá mömmu og nokkur ár hjá pabba. Hvað áttu mörg systkini? Ég á tvö alsystkini, Kamillu Maríu Gnarr og Dag Kára Gnarr. Ég á einn hálfbróður, Jón Gnarr. Svo á ég þrjú fóstursystkini, Frosta Örn Gnarr, Kolfinnu Von og Áslaugu.Lítur upp til pabba Faðir þinn, Jón Gnarr, var kosinn borgarstjóri Reykjavíkur sumarið 2010. Hvernig ertu að upplifa það að vera borgarstjóradóttir? Ég veit ekki alveg hvernig ég á að svara því. Ég er rosalega stolt af pabba mínum og lít mjög mikið upp til hans. Það hefur alltaf verið nóg að gera hjá honum og alveg extra mikið núna eftir að hann var kosinn borgarstjóri. Hefur fólk sterkar skoðanir á pabba þínum? Já, en flestir sem hafa eitthvað að segja um hann hafa bara góða hluti að segja. Sumir reyna að vera með leiðindi og ég nenni ekki að taka þátt í svoleiðis umræðum.Skemmtileg æska Áttu góða sögu af þér og pabba? Uppáhaldsminning mín með pabba var þegar ég keppti á Reykjavíkurmótinu í listdansi á skautum. Mig minnir að ég hafi verið 10 ára. Mótið var einmitt um pabbahelgi. Pabbi og systkini mín sýndu mér mikinn stuðning sem veitti mér meira sjálfstraust. Ég varð í 2. sæti á mótinu. Pabbi gaf mér blóm og keypti köku eftir verðlaunaafhendinguna. Við fórum svo öll heim til pabba og borðuðum kökuna. Ég man líka þegar ég var svona fjögurra ára. Ég var nýbúin að læra að hjóla án hjálpardekkja og hjólaði allan daginn. Það var svo orðið mjög dimmt úti og ég vildi ekkert fara heim. Var búin að æfa mig allan daginn, hjóla án þess að halda í stýrið og svona. Mamma var víst búin að hafa miklar áhyggjur af mér og pabbi fór að leita að mér. Hann fann mig á endanum og við hjóluðum heim saman og ég gat þá sýnt honum hvað ég var klár.HæfileikaríkHefur hvarflað að þér að ganga listaveginn eins og pabbi þinn? Jú, það er algjör draumur að fara í leiklistina. Mér fannst svo gaman að fá að leika. Ég lék stundum í Fóstbræðrum þegar ég var yngri en ég er rosalega feimin og á það til að hafa litla trú á sjálfri mér. Ég hef oft ákveðið að fara í leiklistarnám en svo hætt við því ég tel mig ekki eiga séns á að komast inn í leiklistarskólann. Nú steigstu fram á sjónarsviðið með söng þínum og söngst með hljómsveitinni Merzedes Club árið 2008. Hvenær byrjaðir þú að syngja? Ég var byrjuð að syngja áður en ég byrjaði að tala. Mér finnst mjög gaman að syngja. Margir hafa hvatt mig til að koma mér betur á framfæri með sönginn en eins og ég sagði þá er ég með lítið sjálfstraust og mér finnst mjög erfitt að syngja fyrir framan aðra.Alltaf verið mikil íþróttamanneskja Ef við snúum okkur að líkamsræktinni. Nú kepptir þú í fitness- og vaxtaræktarmótinu Arnold Classic í Bandaríkjunum í mars á þessu ári og lentir í 4. sæti í D-flokki. Hvað varð til þess að þú ákvaðst að fara heilsuleiðina á þessum tímapunkti í lífi þínu? Ég hef alltaf verið mikil íþróttamanneskja. Ég byrjaði að æfa listdans á skautum þegar ég var 8 ára og byrjaði strax að keppa í listdansi. Þegar ég var 14 ára fór ég svo yfir í taekwondo og það tók mig stuttan tíma að komast í keppnishóp og í landsliðið. Ég byrjaði að lyfta lóðum þegar ég var 16 ára. Þegar ég var orðin 22 ára þá var ég hætt að njóta þess að æfa taekwondo og var nánast hætt að mæta á æfingar. Það var svo mikill rígur á milli félaga og mikil leiðindi í gangi sem ég var ekki að fíla. Ég fór í gegnum mjög erfitt tímabil í lífi mínu fyrir einu ári. Það var búið að ganga á í dálítinn tíma. Ég reyndi að vera sterk en á endanum brotnaði ég gjörsamlega niður. Ég borðaði lítið og einangraði mig mikið. Í maí í fyrra var ég orðin 47 kg og byrjuð að fá hjartatruflanir. Margir leita í mat þegar eitthvað bjátar á en ég er akkúrat öfugt við það og missi bara lystina. Ég ákvað svo að taka mig á og ég þurfti eitthvert verkefni. Eitthvað til að stefna á. Ég gat varla æft á þessum tíma því ef ég reyndi aðeins á mig þá fór hjartað að sleppa takti. Kærastinn minn hjálpaði mér mikið. Hann dró mig með sér í Sporthúsið og ég tók æfingar með honum. Eftir nokkrar æfingar var ég alveg "hooked" og gat ekki sleppt einum degi án þess að fara að lyfta. Ég tók engar brennslur. Ég einbeitti mér að því að styrkja mig. Ég fór svo að skoða myndir af erlendum fitness-stelpum og fannst þær rosalega flottar. Ég hélt alltaf að í fitness þyrfti maður að vera mjög massaður og skorinn en það er til bikiní-fitness sem ég heillaðist af. Í bikiní-fitness þarftu ekki að vera alltof massaður og þarft ekki að fara langt niður í fituprósentu. Þar er leitað eftir kvenleika, fegurð og útgeislun. Ég talaði við Katrínu Evu, einkaþjálfara og fitnesskeppanda, og spurði hvort hún gæti þjálfað mig. Hún er ótrúlega góður þjálfari. Styrktaraðilarnir mikilvægir Þátttakan í Arnold-mótinu var mjög dýr en ég er heppin að eiga mjög góða íslenska styrktaraðila sem hjálpuðu mér að komast á þetta stóra mót: Marko Merki, Nings, Snyrtistofan Mízú, Perform.is, KISS, Magnea Kristín naglasnillingur, Sólbaðsstofan Sælan, Hárlengingar.is, Hámark, Betsson, Silla Make up, Solid Hár, Augnhár og fegurð og Reebok. Ég var svo að fá nýjan styrktaraðila sem er Trimform Berglindar. Ég hefði ekki getað farið út án þeirra. Hvernig tilfinning var að standa upp á sviði á bikiní? Mér finnst það ótrúlega gaman! Mér líður mjög vel á sviðinu. Fyrsta skiptið mitt á sviði var ég samt mjög stressuð og varirnar titruðu svo mikið. Ég var viss um að allir sæju það en svo var ekki. Ég reyni bara að ímynda mér að ég sé ein á sviðinu og það er auðveldara. Ef ég gleymi mér í smá stund og fer að horfa á annan flottan keppanda þá finn ég fyrir stressi en ég reyni bara að passa mig á því að spá ekki í öðrum. Öfgar í fitnessíþróttinni? Nú telja margir lífsstílinn í fitness einkennast af öfgum í mataræði og æfingum, þá sér í lagi fyrir mót. Hvað finnst þér um það? Það eru til margar mismunandi leiðir til að koma sér í form fyrir svona mót. Sumar leiðir eru skaðlegri en aðrar. Ég reyni að halda mér eins heilbrigðri og ég get. Ég passa mig að fara ekki undir vissa fituprósentu. Svona mót geta farið mjög illa með þig ef þú ert ekki nógu andlega sterk. Ég hefði ekki getað þetta fyrir tveimur árum. Það skiptir mjög miklu máli að gera æfingarnar rétt fyrir fitness-keppnir til að ná betri árangri og einnig til að koma í veg fyrir meiðsli. Það erfiðasta við þetta allt saman er niðurskurðurinn. Líkaminn vill ekki vera svona lágur í kolvetnum og hann vill ekki vera svona lágur í fituprósentu. Ef mér fer að líða eitthvað illa þá fæ ég mér t.d. grænt epli því ég veit að þá vantar mig bara smá kolvetni. Það er samt ekki nóg að æfa bara lyftingar og borða rétt heldur skiptir andlega hliðin mjög miklu máli líka. Margir höndla þetta ekki. Því það eru ekki allir sem þola niðurskurð og erfiðar æfingar í 12 vikur og fara svo upp á svið í sínu besta formi fyrir framan fullt af fólki og láta dæma sig. En hvert er þitt lífsmottó? Ég á mér ekkert sérstakt mottó held ég. Ég reyni að minna sjálfa mig á að lifa einn dag í einu. Ég á mér stóra drauma og vinn hart að þeim. Ég reyni að koma fram við aðra einsog ég vil láta koma fram við mig. Mér finnst gaman að hjálpa öðrum. Ég trúi á karma. Ég trúi því að ef ég gef gott af mér þá fæ ég bara gott til baka.Ástfangin af besta vini sínum Ertu ástfangin? Já, það er ég. Síðan ég sá kærastann minn, Björn Þorleifsson, í fyrsta sinn hef ég verið ástfangin af honum. Við kynntumst í taekwondo árið 2004. Þá var hann þjálfarinn minn lengi og varð svo mjög góður vinur minn. Langar þig að stofna fjölskyldu, eignast börn? Mig langar það. Eftir kannski nokkur ár. En hvar sérðu þig eftir tíu ár? Ég hugsa ekki svona langt fram í tímann. Ég reyni að lifa einn dag í einu og er með eitt verkefni í einu. En ég vona að ég verði hamingjusöm og verði búin að afreka mikið. Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira
Borgarstjóradóttirin Margrét Edda Gnarr, 23 ára, hefur náð góðum árangri á mörgum sviðum þrátt fyrir ungan aldur, m.a. í söng, taekwondo og nú síðast í fitness. Hún náði 4. sæti í D-flokki á Arnold Classic fitness- og vaxtarræktarmóti í Bandaríkjunum á dögunum. Menntun þín? Ég lærði söng í Söngskólanum í Reykjavík. Það var ekki alveg í boði fyrir mig að fara í menntaskóla því ég var pínu vandræðagemsi þegar ég var yngri og flutti að heiman þegar ég var 17 ára gömul. Ég byrjaði á almennri braut í Iðnskólanum í Reykjavík. Ég kláraði eina önn og fór svo að vinna. Ég hef öðlast mikla lífsreynslu. Fjölskylduhagir? Mamma, Anna Karen Káradóttir, og pabbi, Jón Gnarr, skildu þegar ég var 10 ára. Ég bjó í nokkur ár hjá mömmu og nokkur ár hjá pabba. Hvað áttu mörg systkini? Ég á tvö alsystkini, Kamillu Maríu Gnarr og Dag Kára Gnarr. Ég á einn hálfbróður, Jón Gnarr. Svo á ég þrjú fóstursystkini, Frosta Örn Gnarr, Kolfinnu Von og Áslaugu.Lítur upp til pabba Faðir þinn, Jón Gnarr, var kosinn borgarstjóri Reykjavíkur sumarið 2010. Hvernig ertu að upplifa það að vera borgarstjóradóttir? Ég veit ekki alveg hvernig ég á að svara því. Ég er rosalega stolt af pabba mínum og lít mjög mikið upp til hans. Það hefur alltaf verið nóg að gera hjá honum og alveg extra mikið núna eftir að hann var kosinn borgarstjóri. Hefur fólk sterkar skoðanir á pabba þínum? Já, en flestir sem hafa eitthvað að segja um hann hafa bara góða hluti að segja. Sumir reyna að vera með leiðindi og ég nenni ekki að taka þátt í svoleiðis umræðum.Skemmtileg æska Áttu góða sögu af þér og pabba? Uppáhaldsminning mín með pabba var þegar ég keppti á Reykjavíkurmótinu í listdansi á skautum. Mig minnir að ég hafi verið 10 ára. Mótið var einmitt um pabbahelgi. Pabbi og systkini mín sýndu mér mikinn stuðning sem veitti mér meira sjálfstraust. Ég varð í 2. sæti á mótinu. Pabbi gaf mér blóm og keypti köku eftir verðlaunaafhendinguna. Við fórum svo öll heim til pabba og borðuðum kökuna. Ég man líka þegar ég var svona fjögurra ára. Ég var nýbúin að læra að hjóla án hjálpardekkja og hjólaði allan daginn. Það var svo orðið mjög dimmt úti og ég vildi ekkert fara heim. Var búin að æfa mig allan daginn, hjóla án þess að halda í stýrið og svona. Mamma var víst búin að hafa miklar áhyggjur af mér og pabbi fór að leita að mér. Hann fann mig á endanum og við hjóluðum heim saman og ég gat þá sýnt honum hvað ég var klár.HæfileikaríkHefur hvarflað að þér að ganga listaveginn eins og pabbi þinn? Jú, það er algjör draumur að fara í leiklistina. Mér fannst svo gaman að fá að leika. Ég lék stundum í Fóstbræðrum þegar ég var yngri en ég er rosalega feimin og á það til að hafa litla trú á sjálfri mér. Ég hef oft ákveðið að fara í leiklistarnám en svo hætt við því ég tel mig ekki eiga séns á að komast inn í leiklistarskólann. Nú steigstu fram á sjónarsviðið með söng þínum og söngst með hljómsveitinni Merzedes Club árið 2008. Hvenær byrjaðir þú að syngja? Ég var byrjuð að syngja áður en ég byrjaði að tala. Mér finnst mjög gaman að syngja. Margir hafa hvatt mig til að koma mér betur á framfæri með sönginn en eins og ég sagði þá er ég með lítið sjálfstraust og mér finnst mjög erfitt að syngja fyrir framan aðra.Alltaf verið mikil íþróttamanneskja Ef við snúum okkur að líkamsræktinni. Nú kepptir þú í fitness- og vaxtaræktarmótinu Arnold Classic í Bandaríkjunum í mars á þessu ári og lentir í 4. sæti í D-flokki. Hvað varð til þess að þú ákvaðst að fara heilsuleiðina á þessum tímapunkti í lífi þínu? Ég hef alltaf verið mikil íþróttamanneskja. Ég byrjaði að æfa listdans á skautum þegar ég var 8 ára og byrjaði strax að keppa í listdansi. Þegar ég var 14 ára fór ég svo yfir í taekwondo og það tók mig stuttan tíma að komast í keppnishóp og í landsliðið. Ég byrjaði að lyfta lóðum þegar ég var 16 ára. Þegar ég var orðin 22 ára þá var ég hætt að njóta þess að æfa taekwondo og var nánast hætt að mæta á æfingar. Það var svo mikill rígur á milli félaga og mikil leiðindi í gangi sem ég var ekki að fíla. Ég fór í gegnum mjög erfitt tímabil í lífi mínu fyrir einu ári. Það var búið að ganga á í dálítinn tíma. Ég reyndi að vera sterk en á endanum brotnaði ég gjörsamlega niður. Ég borðaði lítið og einangraði mig mikið. Í maí í fyrra var ég orðin 47 kg og byrjuð að fá hjartatruflanir. Margir leita í mat þegar eitthvað bjátar á en ég er akkúrat öfugt við það og missi bara lystina. Ég ákvað svo að taka mig á og ég þurfti eitthvert verkefni. Eitthvað til að stefna á. Ég gat varla æft á þessum tíma því ef ég reyndi aðeins á mig þá fór hjartað að sleppa takti. Kærastinn minn hjálpaði mér mikið. Hann dró mig með sér í Sporthúsið og ég tók æfingar með honum. Eftir nokkrar æfingar var ég alveg "hooked" og gat ekki sleppt einum degi án þess að fara að lyfta. Ég tók engar brennslur. Ég einbeitti mér að því að styrkja mig. Ég fór svo að skoða myndir af erlendum fitness-stelpum og fannst þær rosalega flottar. Ég hélt alltaf að í fitness þyrfti maður að vera mjög massaður og skorinn en það er til bikiní-fitness sem ég heillaðist af. Í bikiní-fitness þarftu ekki að vera alltof massaður og þarft ekki að fara langt niður í fituprósentu. Þar er leitað eftir kvenleika, fegurð og útgeislun. Ég talaði við Katrínu Evu, einkaþjálfara og fitnesskeppanda, og spurði hvort hún gæti þjálfað mig. Hún er ótrúlega góður þjálfari. Styrktaraðilarnir mikilvægir Þátttakan í Arnold-mótinu var mjög dýr en ég er heppin að eiga mjög góða íslenska styrktaraðila sem hjálpuðu mér að komast á þetta stóra mót: Marko Merki, Nings, Snyrtistofan Mízú, Perform.is, KISS, Magnea Kristín naglasnillingur, Sólbaðsstofan Sælan, Hárlengingar.is, Hámark, Betsson, Silla Make up, Solid Hár, Augnhár og fegurð og Reebok. Ég var svo að fá nýjan styrktaraðila sem er Trimform Berglindar. Ég hefði ekki getað farið út án þeirra. Hvernig tilfinning var að standa upp á sviði á bikiní? Mér finnst það ótrúlega gaman! Mér líður mjög vel á sviðinu. Fyrsta skiptið mitt á sviði var ég samt mjög stressuð og varirnar titruðu svo mikið. Ég var viss um að allir sæju það en svo var ekki. Ég reyni bara að ímynda mér að ég sé ein á sviðinu og það er auðveldara. Ef ég gleymi mér í smá stund og fer að horfa á annan flottan keppanda þá finn ég fyrir stressi en ég reyni bara að passa mig á því að spá ekki í öðrum. Öfgar í fitnessíþróttinni? Nú telja margir lífsstílinn í fitness einkennast af öfgum í mataræði og æfingum, þá sér í lagi fyrir mót. Hvað finnst þér um það? Það eru til margar mismunandi leiðir til að koma sér í form fyrir svona mót. Sumar leiðir eru skaðlegri en aðrar. Ég reyni að halda mér eins heilbrigðri og ég get. Ég passa mig að fara ekki undir vissa fituprósentu. Svona mót geta farið mjög illa með þig ef þú ert ekki nógu andlega sterk. Ég hefði ekki getað þetta fyrir tveimur árum. Það skiptir mjög miklu máli að gera æfingarnar rétt fyrir fitness-keppnir til að ná betri árangri og einnig til að koma í veg fyrir meiðsli. Það erfiðasta við þetta allt saman er niðurskurðurinn. Líkaminn vill ekki vera svona lágur í kolvetnum og hann vill ekki vera svona lágur í fituprósentu. Ef mér fer að líða eitthvað illa þá fæ ég mér t.d. grænt epli því ég veit að þá vantar mig bara smá kolvetni. Það er samt ekki nóg að æfa bara lyftingar og borða rétt heldur skiptir andlega hliðin mjög miklu máli líka. Margir höndla þetta ekki. Því það eru ekki allir sem þola niðurskurð og erfiðar æfingar í 12 vikur og fara svo upp á svið í sínu besta formi fyrir framan fullt af fólki og láta dæma sig. En hvert er þitt lífsmottó? Ég á mér ekkert sérstakt mottó held ég. Ég reyni að minna sjálfa mig á að lifa einn dag í einu. Ég á mér stóra drauma og vinn hart að þeim. Ég reyni að koma fram við aðra einsog ég vil láta koma fram við mig. Mér finnst gaman að hjálpa öðrum. Ég trúi á karma. Ég trúi því að ef ég gef gott af mér þá fæ ég bara gott til baka.Ástfangin af besta vini sínum Ertu ástfangin? Já, það er ég. Síðan ég sá kærastann minn, Björn Þorleifsson, í fyrsta sinn hef ég verið ástfangin af honum. Við kynntumst í taekwondo árið 2004. Þá var hann þjálfarinn minn lengi og varð svo mjög góður vinur minn. Langar þig að stofna fjölskyldu, eignast börn? Mig langar það. Eftir kannski nokkur ár. En hvar sérðu þig eftir tíu ár? Ég hugsa ekki svona langt fram í tímann. Ég reyni að lifa einn dag í einu og er með eitt verkefni í einu. En ég vona að ég verði hamingjusöm og verði búin að afreka mikið.
Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira