Innlent

Gæsluvarðhald framlengt yfir hnífamanni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Maðurinn leiddur út úr Héraðsdómi Reykjaness í byrjun febrúar.
Maðurinn leiddur út úr Héraðsdómi Reykjaness í byrjun febrúar.
Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir karlmanni um tvítugt sem er grunaður um að hafa stungið karlmann á fertugsaldrinum í síðuna með hníf aðfararnótt föstudagsins 3. febrúar. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að áverkarnir verði að teljast lífshættulegir og hafi meðal annars þurft að fjarlægja milta úr manninum. Lögreglan hefur rannsakað málið sem tilraun til manndráps. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði framlengt gæsluvarðhaldið yfir manninum til 9 mars og staðfesti Hæstiréttur þann úrskurð í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×